Bandaríski leikarinn Val Kilmer er látinn, 65 ára að aldri. New York Times greindi frá andláti hans og að sögn dóttur hans, Mercedes Kilmer, lést hann úr lungnabólgu.
Kilmer greindist með krabbamein í hálsi árið 2014 en hann sigraðist á því en hefur síðustu ár glímt við lungnabólgu. Hann gekkst undir lyfja- og barkaaðgerð sem hafði áhrif á rödd leikarans.
Kilmer var fjölhæfur leikari en ferill hans spannaði áratugi. Hann varð fyrst frægur fyrir hlutverk í myndinni Top Gun árið 1986 þar sem hann lék á móti Tom Cruise.
Hann lék í fjölda stórmynda og fór til að mynda með hlutverk Jim Morrison í myndinni The Doors árið eftir Oliver Stone árið 1991 og nokkrum árum síðar lék hann leðurblökumanninn í myndinni Batman Forever.
Kilmer, sem fæddist á gamlárskvöld árið 1959, byrjaði að leika í auglýsingum sem barn og hann varð yngsti maðurinn maðurinn sem nokkru sinni hefur verið tekinn inn í leiklistardeildina í hinum þekkta Juilliard-skóla í New York og lék frumraun sína á Broadway árið 1983 ásamt Sean Penn og Kevin Bacon.