Ný auglýsingaherferð ástralska undirfatamerkisins Bonds með hinum 21 árs gamla Robert Irwin í aðalhlutverki hefur svo sannarlega vakið athygli og brætt hjörtu kvenna um allan heim.
Myndirnar sýna Irwin, sem er sonur Steve Irwin, dýralífsstjörnunnar sem lést af slysförum árið 2009, í öðru ljósi en við erum vön, en dýrafræðingurinn og umhverfisverndarsinninn skipti khakí-stuttbuxunum út fyrir þröngar boxer-nærbuxur í auglýsingu sem segir sex.
Irwin stillti sér upp fyrir myndavélina meðal annars á nærbuxum einum klæða, að vísu með eiturslöngu um hálsinn, og sýndi stæltan líkama sinn af miklu öryggi.
Hann sat einnig fyrir með tarantúlu og eðlu.
Irwin þreytti frumraun sína á tískupöllunum á áströlsku tískuhátíðinni í Melbourne á síðasta ári.
Hann gekk tískupallana fyrir tískuhúsið Suit Up og heillaði áhorfendur með fallegu brosi sínu.