Kröftugar kenndir kvikna

„Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson fara alla leið inn …
„Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson fara alla leið inn í kvikuna og miðla með kröftugum hætti þeirri djúpstæðu sorg og örvilnan sem Ennis og Jack glíma við,“ segir í rýni um Fjallabak í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Fjallabak „er kröftug og falleg sýning sem lifir lengi með áhorfendum,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins um uppfærslu Borgarleikhússins á Fjallabaki og gefur fullt hús eða fimm stjörnur. 

Handritið að verkinu byggði Ashley Robinson á samnefndri smásögu Annie Proulx, sem birtist fyrst í The New Yorker árið 1997 og rataði á hvíta tjaldið 2005 í leikstjórn Angs Lee með Hollywood-leikurunum Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í burðarhlutverkunum sem Ennis Del Mar og Jack Twist. „Óhætt er að segja að það séu djúp spor að fylla, en Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson gefa stórstjörnunum hins vegar ekkert eftir,“ skrifar rýnir. 

Fyrri hluti verksins hverfist nær einvörðungu um Ennis og Jack, sem eiga það sameiginlegt að hafa alist upp í fátækt og þurfa að taka hverri þeirri íhlaupavinnu sem gefst til að framfleyta sér. Í þessum harðneskjulega heimi er flaskan eina leiðin til að gleyma ömurleika hversdagsins. Smám saman kemur líka í ljós að báðir hafa þeir upplifað óhugnanlegt ofbeldi sem markar að nokkru sýn þeirra á samfélagið, samferðafólk og samskipti.

„Í óbyggðunum kvikna kenndir sem mennirnir tveir gera sér vel grein fyrir að samfélagið samþykkir ekki. En í frelsi fjallanna freistast þeir til að gefa sig tilfinningunum á vald, þótt þeir eigi erfitt með að horfast í augu við langanir sínar, ekki síst Ennis.

Leiktextinn í þessum fyrri hluta er af skornum skammti og stór hluti samskiptanna á sér stað í þöglum leik, þar sem augngotur og líkamleg samskipti leika lykilhlutverk, hvort heldur er í gamniáflogum eða líkamlegu samneyti, en oft á tíðum virðist afar stutt þarna á milli. Teygjan í samleik leikaranna tveggja rofnar aldrei og spennan helst áþreifanleg allan tímann, hvort sem mikið eða lítið gengur á í samskiptunum. Í raun mætti lýsa þessum fyrri hluta sýningarinnar sem masterklass í leiktækni þar sem allt gengur upp.“

Dóminn í heild sinni má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, fimmtudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Hugsaðu vel um líkamann og allt skýrist í hausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Hugsaðu vel um líkamann og allt skýrist í hausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell