Nældi sér í annan ungan körfuboltamann

Larsa Pippen og Jeff Coby.
Larsa Pippen og Jeff Coby. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Larsa Pippen, best þekkt­ sem ein af húsmæðrunum í raunveruleikaþættinum The Real Hou­sewi­ves of Miami, er sögð vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Jeff Coby og er körfuboltamaður.

Tuttugu ára aldursmunur er á parinu, en Pippen er fimmtug, fædd 6. júlí 1974, og Coby varð 31 árs í byrjun febrúar.

Pippen og Coby voru mynduð í bak og fyrir þegar þau mættu í afmælisveislu raunveruleikastjörnunnar Marysol Patton á veitingastaðnum Maple & Ash í Miami á laugardagskvöldið.

Parið gekk inn á veitingastaðinn hvort í sínu lagi en sameinaðist þegar inn var komið og eyddi restinni af kvöldinu saman.

Pippen er hrifin af yngri mönnum, þá sérstaklega körfuboltamönnum.

Hún átti í eldheitu ástarsambandi við Marcus Jordan, son körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan, í rúmt ár. Þau fóru hvort í sína áttina snemma á síðasta ári. 

Faðir Jordan, einn þekktasti körfuboltamaður sögunnar og fyrrverandi leikmaður Chicago Bulls, var allt annað en sáttur með samband sonar síns og raunveruleikastjörnunnar, en 16 ára aldursmunur er á þeim.

Pippen er einnig fyrrverandi eiginkona Scottie Pippen, fyrrverandi liðsfélaga Jordan og vinar.

View this post on Instagram

A post shared by Page Six (@pagesix)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Hugsaðu vel um líkamann og allt skýrist í hausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Hugsaðu vel um líkamann og allt skýrist í hausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell