Skynja fremur en skilja

„Sýningin markaði þannig á fallegan hátt lokin á tíu ára …
„Sýningin markaði þannig á fallegan hátt lokin á tíu ára farsælum ferli Ernu [Ómarsdóttur sem listræns stjórnanda Íd] en um leið upphafið að nýjum tímum,“ segir í rýni um Hringi Orfeusar og annað slúður. Ljósmynd/Owen Fiene

„Frumsýningu Íslenska dansflokksins á verki Ernu Ómarsdóttur Hringir Orfeusar og annað slúður bar upp á 28. mars 2025, daginn eftir að Lovísa Ósk Gunnarsdóttir tók við starfi Ernu sem listrænn stjórnandi flokksins. Sýningin markaði þannig á fallegan hátt lokin á tíu ára farsælum ferli Ernu en um leið upphafið að nýjum tímum,“ skrifar Sesselja G. Magnúsdóttir, dansrýnir Morgunblaðsins, í dómi sínum í blaði dagsins og gefur nýjustu sýningu Íslenska dansflokksins fjórar stjörnur. 

Hringur Orfeusar og annað slúður er unnið upp úr verkinu Orpheus + Eurydike sem Erna ásamt íslenska listræna teymi sínu samdi fyrir leikara Borgarleikhússins í Freiburg fyrir nokkrum árum en dansarar úr Íslenska dansflokknum tóku einnig þátt í uppfærslunni. Verkið skyldi byggt á klassík eða þekktum fornsögum og valdi Erna að vinna með grískar goðsagnir, nánar tiltekið ástir Orfeusar, sonar guðsins Apollós og gyðjunnar Kallíópu, á dísinni Evridís og örlög hans eftir að hún hverfur honum til Heljar. Inn í þá frásögn vefur hún mun eldri sögu af Demetru sem þurfti að sjá á eftir dóttur sinni til Heljar rétt eins og Orfeus.

„Framsetning Ernu á sögunum um Orfeus er hvorki línuleg né vitræn. Eins og í verkum hennar og Höllu Ólafsdóttur um annars vegar Rómeó <3 Júlía og hins vegar bara Júlíu þá eru sögurnar afbyggðar og settar saman á nýjan leik út frá nýju og ekki síst kvenlægara sjónarhorni og áherslan færist frá því sem gerist til þess sem upplifist og ekki síður mennskunnar og ómennskunnar. Sagan fær á þennan hátt nýja og dýpri merkingu sem gefur áhorfendum kost á að finna fyrir henni frekar en að skilja hana,“ skrifar rýnir og heldur áfram: „Handbragð Ernu leyndi sér ekki þegar horft var á verkið. Mörg kunnugleg stef birtust áhorfendum í hreyfingum, raddbeitingu sem og búningum og efnum sem nýtt voru á sviðinu og báru þess merki hvað höfundareinkenni Ernu eru sterk.“

Dóminn í heild sinni má lesa á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag, fimmtudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Hugsaðu vel um líkamann og allt skýrist í hausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo kappsamur að sólarhringurinn dugar þér ekki til að koma öllu því í verk sem þú vildir. Hugsaðu vel um líkamann og allt skýrist í hausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell