Nýr snúningur á deilu rapparanna Kendricks Lamars og Drake

Báðir rapparar hafa verið með skítkast í garð hvor annars …
Báðir rapparar hafa verið með skítkast í garð hvor annars í lögum sínum, en í einu lagi Drake sakar hann Lamar um heimilisofbeldi. Samsett mynd/Instagram/Emilee Chinn

Rapparanum Drake hefur verið gefið grænt ljós til að skoða viðkvæm fyrirtækjagögn er snúa að deilunum í kringum lag rapparans Kendricks Lamar, Not Like Us.

Drake hafði beðið um aðgang að gögnum Lamars, sem og upplýsingum um laun og bónusa fyrir yfirstjórnendur í plötufyrirtæki hans Universal Music Group (UMG).

Drake sakar fyrirtækið um ærumeiðingar með því að leyfa útgáfu Not Like US og heldur því fram að með laginu sé verið að dreifa „falskri og illgjarnri frásögn“ um að hann sé barnaníðingur.

Universal sótti um frávísun málsins í síðasta mánuði og kallaði atlögu Drakes „órökrétta tilraun“ til að þagga niður í listrænni tjáningu Lamars. Fyrirtækið sótti einnig um að öflun sönnunargagna yrði frestað en í dag fyrirskipaði dómarinn Jeannette A. Vargas að rannsókn yrði haldið áfram.

Málsókn Drake markar nýjan kafla í langvarandi deilum hans við Lamar. Báðir rapparar hafa verið með skítkast í garð hvor annars í lögum sínum, en í einu lagi Drake sakar hann Lamar um heimilisofbeldi.

Universal segir Drake sjálfan hafa nýtt sér útgáfufyrirtækið til að dreifa tónlist sinni sem hefur innihaldið svívirðingar í garð annarra rappara. 

Not Like Us er orðinn stærsti smellurinn á ferli Lamars, sem þó hefur átt ansi góð lög áður og hlaut m.a. Pulitzer-verðlaunin fyrir plötu sína DAMN. Þá flutti hann lagið umdeilda í hálfleik Ofurskálarinnar í febrúar.

BBC 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Hefur þér sést yfir eitthvað? Veltu sparnaðarleiðum fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. Hefur þér sést yfir eitthvað? Veltu sparnaðarleiðum fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Arnaldur Indriðason
4
Sofie Sarenbrant
5
Unni Lindell