Mikil stemning var á 35 ára afmælistónleikum Skítamórals í Hofi á Akureyri í gærkvöldi eins og sést á þessum myndum sem ljósmyndari mbl.is tók.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1989 á Selfossi af þeim Gunnari Ólasyni, Herberti Viðarssyni, Jóhanni Bachmann og Arngrími Fannari Haraldssyni.
Kom hljómsveitin fyrst fram vorið 1990. Aðrir afmælistónleikar verða haldnir í Háskólabíó 11. apríl.