Enski grínistinn og gamanleikarinn Russell Brand segist aldrei hafa verið nauðgari.
Þetta segir hann í myndbandi á samfélagsmiðlinum X en í gær var greint frá því að leikarinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn fjórum konum.
Meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 1999 til 2005.
Brand hóf myndbandið með því að þakka fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fundið fyrir í kjölfar þess að tilkynnt var um ákæruna.
„Ég var kjáni áður en ég hóf að lifa í ljósi drottins. Ég var eiturlyfjafíkill, kynlífsfíkill og hálfviti. Það sem ég var aldrei var nauðgari. Ég hef aldrei tekið þátt í athöfnum án samþykkis. Ég bið til guðs um að þið getið séð það með því að horfa í augun á mér,“ segir Brand meðal annars í myndbandinu.
Þá sagðist hann þakka fyrir að fá að svara ásökunum í dómssal.
My response. pic.twitter.com/wJMGxlwBh0
— Russell Brand (@rustyrockets) April 4, 2025