Fer að stela frá vinum sínum

Hjartaknúsarinn Jon Hamm er aufúsugestur á skjáum margra.
Hjartaknúsarinn Jon Hamm er aufúsugestur á skjáum margra. AFP/MIchael Tran

Þegar Andrew Cooper, vellauðugur fram­kvæmda­stjóri vog­un­ar­sjóðs, miss­ir vinn­una sína þarf hann að hugsa út fyr­ir ramm­ann. Hann þarf að sjá fyr­ir sjálf­um sér, eig­in­konu og börn­um á tán­ings­aldri, sem að von­um eru góðu vön. Að ekki sé talað um að viðhalda ímynd sinni. Og hvað ger­ir okk­ar maður? Jú, hann fer að stela af vin­um sín­um, skart­grip­um, merkja­tösk­um og öðru verðmætu. Eins og menn gera.

Við erum að tala um flunku­nýj­an gam­andrama­mynda­flokk, Your Friends and Neig­h­bors eða Vin­ir þínir og grann­ar, sem hægt verður að nálg­ast á streym­isveit­unni Apple TV+ frá og með 11. apríl. Með aðal­hlut­verkið fer Jon Hamm sem gerði garðinn fræg­an í Mad Men um árið. Am­anda Peet leik­ur eig­in­konu hans sem fer frá hon­um fyr­ir einn af bestu vin­um hans og Oli­via Munn fer með hlut­verk konu sem hann slær sér upp með.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið er líkt og leiksvið og þú kemst ekki af öðruvísi en að þekkja leikritið og kunna þitt hlutverk. Megrunin fær að fjúka út í veður og vind ásamt fjárhagsáætluninni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið er líkt og leiksvið og þú kemst ekki af öðruvísi en að þekkja leikritið og kunna þitt hlutverk. Megrunin fær að fjúka út í veður og vind ásamt fjárhagsáætluninni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant