„Fyrsta hámhorfsbíóið“

Paul Mescal, Joseph Quinn, Barry Keoghan og Harris Dickinson munu …
Paul Mescal, Joseph Quinn, Barry Keoghan og Harris Dickinson munu leika Bítlana. AFP/Ethan Miller

Þegar breski leik­stjór­inn Sir Sam Mendes tók ákvörðun um að ráðast í það þrek­virki að segja sögu sjálfra Bítl­anna á hvíta tjald­inu gerði hann sér fljótt grein fyr­ir því að ein mynd myndi ekki duga til að gera efn­inu skil og hvorki held­ur tvær né þrjár. Mynd­irn­ar verða því fjór­ar – ein út frá sjón­ar­hóli hvers og eins Bít­ils.

Sir Sam kynnti þessi áform sín með pomp og prakt í Las Vegas í vik­unni ásamt leik­ur­un­um fjór­um sem fara munu með hlut­verk Bítl­anna. Þeir eru Harris Dickin­son sem leika mun John Lennon, Paul Mescal sem túlka mun nafna sinn McCart­ney, Joseph Quinn sem fer í föt Geor­ge Harri­sons og Barry Keog­h­an sem mun fara með hlut­verk Ringos Starrs.

Bítlarnir á hátindi frægðar sinnar.
Bítl­arn­ir á há­tindi frægðar sinn­ar.

„Hver og ein mynd verður sögð út frá sjón­ar­horni eins af gæj­un­um,“ tjáði Sir Sam fjöl­miðlum. „Þær skar­ast stund­um en á mis­mun­andi vegu og stund­um ekki. Þeir eru fjór­ar gjör­ólík­ar mann­eskj­ur. Ef til vill er þetta tæki­færi til að skilja þá aðeins bet­ur á dýpt­ina. En sem ein heild munu all­ar mynd­irn­ar fjór­ar segja sögu merk­ustu hljóm­sveit­ar sög­unn­ar.“

Gef­ur sér góðan tíma

Leik­stjór­inn kveðst einnig hafa íhugað að leggja upp með smáseríu fyr­ir sjón­varp en ekki fund­ist það ganga upp. Þess vegna fer verkið á stóra tjaldið. Þar sem það auðvitað á best heima. 

Sir Sam gef­ur sér drjúg­an tíma í verkið en fyr­ir­hugað er að frum­sýna mynd­irn­ar, hverja á eft­ir ann­arri, í apríl 2028. Góður tími gefst því til að dusta rykið af gamla Bítla­víniln­um, komi þess­ar upp­lýs­ing­ar flatt upp á ein­hverja. 

Sir Sam Mendes ætlar að bítla lýðinn upp.
Sir Sam Mendes ætl­ar að bítla lýðinn upp. AFP/​Val­erie Macon

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn freista þess að segja sögu Bítl­anna í leikn­um mynd­um. Í því sam­bandi má nefna Backbeat, Nowh­ere Boy og I Wanna Hold Your Hand en eft­ir­lif­andi Bítl­ar og dán­ar­bú hinna hafa ekki í ann­an tíma lagt bless­un sína yfir verk­efnið, bæði hvað varðar sög­una og notk­un á Bítlaka­talógn­um. 

Sir Sam tal­ar um verk­efnið sem „fyrsta hám­horfs­bíóið“. „Satt best að segja þurf­um við að bjóða upp á meiri hátt­ar bíóupp­lif­un til að draga fólk út úr húsi,“ sagði hann.

Nán­ar er fjallað um mynd­irn­ar og leik­ar­ana í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það er nauðsynlegt að þekkja allar hliðar mála áður en þú lætur til skarar skríða. Náin kynni við valdamikla manneskju endurræsa vélina þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Það er nauðsynlegt að þekkja allar hliðar mála áður en þú lætur til skarar skríða. Náin kynni við valdamikla manneskju endurræsa vélina þína.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant