Úrslit Músíktilrauna í dag

Tíu hljóm­sveit­ir og ein­herj­ar etja kapp sam­an í úr­slit­um Mús­íktilrauna í Hörpu í dag, átta rokksveit­ir og tveir ein­herj­ar sem leika mjög ólíka tónlist. Keppn­in hefst kl. 17.

Asbezt, Big Band Eyþórs, Elín Óseyri, Geðbrigði, j.bear & the cubs, Luca­sjos­hua, Rown, Spi­ritual Ref­lecti­ons, Splitt­ing Tongu­es og Þögn komust áfram, ým­ist eft­ir at­kvæðagreiðslu áheyr­enda, eða niður­stöðu dóm­nefnd­ar. Í kvöld ræður svo mat dóm­nefnd­ar úr­slit­um í vali á fyrsta, öðru og þriðja sæti til­raun­anna, en áheyr­end­ur velja Hljóm­sveit fólks­ins í síma­kosn­ingu.

Tón­list­in sem hljóm­sveit­irn­ar leika er rokkkyns, en hver túlk­ar rokkið á sinn hátt, ef marka má skrif gagn­rýn­anda Morg­un­blaðsins, Arn­ars Eggerts Thorodd­sen und­an­farna daga.

Arn­ar seg­ir að Asbezt hafi leikið „sæmi­leg­asta „Mús­íktilraun­ar­okk“ ... þétt­leiki svona og svona, lög svona og svona en ástríða fyr­ir fram­kom­unni til­finn­an­leg“.

Stór­sveit­in Big Band Eyþórs flutti að mati Arn­ars „grúvandi, blá­eyga sál­ar­tónlist sem náði landi og vel það“. Hon­um fannst spila­mennsk­an þétt og góð og söng­ur ríf­andi flott­ur.

Elín Karls­dótt­ir, eða Elín Óseyri, kem­ur fram ein með pí­anó og spil­ar „pí­anóballöður með góðum textum“. „ … Elín brenndi í gegn­um þetta allt sam­an eins og sú sem valdið hef­ur.“

Mesta hrifn­ingu Arn­ars vakti Geðbrigði: „Stór­kost­legt suddapönk, bein­ustu leið neðan úr kviku, og var ástríðan slík að maður varð orðlaus ... Sturlað!“

Þó rætt sé um rokk­hljóm­sveit­ir hér að ofan var mis­mikið raf­magn í gangi sem sann­ast á j.bear & the cubs: „Skemmti­legt, stuðvænt þjóðlaga­popp með reglu­bundn­um, smá­skrítn­um upp­brot­um.“

Hinn ein­herji kvölds­ins er Lucas Jos­hua Snæ­dal Garri­son, sem kem­ur fram sem Luca­sjos­hua. Hann flyt­ur „iðandi raf­tónlist, takt­væna og gáska­fulla“.

Lauga­sveit­in Rown leik­ur, að mati Arn­ars, sér­kenni­lega þung­arokks­sam­suðu, „eins slags þung­arokk­spopp“ með vík­ing­arokksáhrif­um.

Tónlist Spi­ritual Ref­lecti­ons var til­tölu­lega þétt, lög­in flók­in og Arn­ar seg­ir að sveit­in hafi kom­ist á gott skrið á köfl­um.

Splitt­ing Tongu­es bauð upp á „mylj­andi öfgarokk­skeyrslu“. „Vel samið og vel flutt grænd­kor.“

Vest­mann­eyska rokksveit­in Þögn vakti at­hygli í síðustu Mús­íktilraun­um „fyr­ir hráa en stór­skemmti­lega fram­færslu“ að sögn Arn­ars, en hon­um finnst lítið að frétta í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant