Harry prins ekki ánægður með myndbirtingar af börnunum

Harry Bretaprins og Meghan Markle í Abuja, Nígeríu, í Maí …
Harry Bretaprins og Meghan Markle í Abuja, Nígeríu, í Maí 2024. AFP

Harry Bretaprins er sagður ekk­ert ýkja ánægður yfir að eig­in­kona hans, Meg­h­an Markle her­togaynj­una af Sus­sex, skuli nota börn­in þeirra til að kynna vörumerkið sitt, As Ever.

Sam­kvæmt Matt Wilk­in­son, kon­ung­leg­um rit­stjóra tíma­rits­ins Sun, eru her­tog­inn og her­togaynj­an af Sus­sex ekki sam­mála þegar kem­ur að mynd­birt­ing­um af börn­un­um þeirra, Archie prins, fimm ára, og Li­li­bet prins­essu, þriggja ára, á sam­fé­lags­miðlum.

„Eins og ég skil þetta myndi Harry helst ekki vilja að börn­in hans væru sýni­leg á sam­fé­lags­miðlum,“ seg­ir Wilk­in­son.

„Hann vill ekki að þau séu mynduð,“ bæt­ir hann við. „Hann hef­ur þá hug­mynd að ef hann fari með þau út fyr­ir Montecito, sé hóp­ur fólks sem reyni að taka mynd­ir af börn­un­um hans.“

Hins veg­ar hafi Markle eng­an áhuga á að „fela“ börn­in. Þrátt fyr­ir að hún sýni ekki and­lit þeirra, þá not­ar hún mynd­ir af þeim til að kynna vörumerkið og sjálfa sig sem „heima­vinn­andi hús­móðir“.

View this post on In­sta­gram

A post shared by @aseverofficial

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Í dag er heppilegt að gera fjármálasamninga eða verja fé til skemmtuna. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin og eyfðu þránni að ráða för.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Lone Theils
4
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Í dag er heppilegt að gera fjármálasamninga eða verja fé til skemmtuna. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin og eyfðu þránni að ráða för.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Lone Theils
4
Arn­ald­ur Indriðason