Komin með nóg af umræðu um tennurnar

Breska leikkonan Aimee Lou Wood mætir til frumsýningar þriðju þáttaraðar …
Breska leikkonan Aimee Lou Wood mætir til frumsýningar þriðju þáttaraðar The White Lotus í Paramount-kvikmyndaverinu í Los Angeles þann 10. febrúar. Chris DELMAS / AFP

White Lot­us-stjarn­an Aime Lou Wood, ósk­ar þess að fólk hætti að tala um tenn­urn­ar á henni. Breska leik­kon­an hef­ur vakið mikla at­hygli sem Chel­sea í 3. þáttaröð myrku gam­anþátt­anna White Lot­us. Hins veg­ar hafa hæfi­leik­ar henn­ar ekki ein­ung­is vakið at­hygli aðdá­enda þátt­anna held­ur einnig tann­g­arður­inn.

Um helg­ina birt­ist viðtal við Wood í Sunday Times þar sem hún m.a. kom inn á umræðuna um tenn­urn­ar. „Ókei, þetta er flott, en nú vil ég hætta að tala um það.“

Hún sagðist óska þess að svara spurn­ing­um um leik­fer­il­inn eða per­són­una sem hún leik­ur í þátt­un­um. „Það er eins og að nú sé ég ein­ung­is par af fram­tönn­um.“

Þrátt fyr­ir að aðallega séu sagðir já­kvæðir hlut­ir um bros Wood þá er hún enn að venj­ast því að út­lit henn­ar sé heitt umræðuefni. Þá sagði hún einnig í viðtal­inu að auðvitað sé það já­kvætt að tenn­urn­ar, sem á henn­ar yngri árum voru til­efni til einelt­is, séu núna eitt­hvað sem fólk sé að missa sig yfir.

„Þetta er eini hlut­ur­inn sem skil­grein­ir mig.“

Hún bætti við að mynd­bönd með aug­lýs­ing­um um tann­rétt­ing­ar komi reglu­lega upp á In­sta­gram hjá henni. 

Wood sagði áður í viðtali við On Demand Entertain­ment í fe­brú­ar að hún héldi að hún fengi aldrei hlut­verk í Hollywood vegna tann­anna í sér. Svo virðist sem Banda­ríkja­menn séu bara að elska þær.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilverunnar. Fólk er ágætt og setur krydd í tilveruna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Hláturinn lengir lífið og það er mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hliðar tilverunnar. Fólk er ágætt og setur krydd í tilveruna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant