Mun bylta tilvist fólks á næstu árum

Eyþór segir sellóið eins og höggmynd af mannslíkama enda sé …
Eyþór segir sellóið eins og höggmynd af mannslíkama enda sé það mjög mannlegt í laginu. Morgunblaðið/Eyþór

„Það má rekja þessa plötu til covid þegar ég var lokaður inni með sellóið mitt og hafði góðan tíma til að spila á það en upp­töku­tækn­in er orðin þannig að ég gat verið að taka upp 20 selló sam­an á ein­fald­an hátt,“ seg­ir Eyþór Arn­alds, selló­leik­ari og laga­höf­und­ur, sem gaf út sóló­plötu sína, The Busy Child, í síðustu viku.

„Þegar við vor­um öll lokuð inni með okk­ar hugs­un­um var þessi stóra bylt­ing með gervi­greind­ina að byrja. Þá velti ég því fyr­ir mér hvert við vær­um að fara og hvað það væri sem gerði okk­ur mennsk.

Er vél­greind endi­lega gervi­greind eða er hún kannski ein­fald­lega fram­andi greind? Ég horfði því á þessa sviðsmynd, hvert við gæt­um verið að stefna, en málið er að við vit­um það eig­in­lega ekki enn þá.“

„Þegar við vorum öll lokuð inni með okkar hugsunum var …
„Þegar við vor­um öll lokuð inni með okk­ar hugs­un­um var þessi stóra bylt­ing með gervi­greind­ina að byrja. Þá velti ég því fyr­ir mér hvert við vær­um að fara og hvað það væri sem gerði okk­ur mennsk.“ mbl.is/​Eyþór

Gervi­greind­in er út um allt

Innt­ur eft­ir því hvort mik­ill mun­ur sé á því að semja tónlist upp á gamla mát­ann eða nýta tækn­ina með aðstoð gervi­greind­ar seg­ir Eyþór vél­greind­ina enn tak­markaða.

„Hún hef­ur þó verið að taka stökk, ligg­ur við í hverj­um mánuði núna, og við erum að sjá breyt­ing­ar sem kannski fólk átti ekki von á að gætu náðst. Auðvitað er fólk aðallega búið að sjá þetta í texta og mynd­um en það sem hef­ur kannski komið því á óvart er að gervi­greind­in get­ur verið mjög öfl­ug í því sem við telj­um vera mennskt, eins og t.d. tungu­mál­inu, mynd­um og hljóði,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að flest­ir hafi kannski átt von á því að gervi­greind­in myndi leysa fyrst af hólmi ein­föld störf en hún sé hins veg­ar út um allt.

Eyþór segir gervigreindina koma til með að bylta störfum, listum …
Eyþór seg­ir gervi­greind­ina koma til með að bylta störf­um, list­um og til­vist fólks á næstu árum. mbl.is/​Eyþór

„Hún mun bylta störf­um, list­um og til­vist fólks á næstu árum. Að vissu leyti eru þess­ar breyt­ing­ar eins og Heinz-tóm­atsósa. Fyrst kem­ur lítið og svo kem­ur allt.“

Tek­ur hann verk­föll­in í Hollywood sem dæmi.

„Þau voru að miklu leyti út af gervi­greind­inni því stúd­íó­in hafa rétt á að nota leik­ar­ana áfram í öðrum mynd­um sem þeir ætluðu sér kannski aldrei að leika í. Það sama á við um hand­rits­höf­unda og fleiri. Við sjá­um það líka á umræðunni þessa dag­ana um ís­lenska rit­höf­unda að gervi­greind­in er búin að vera að borða bæk­ur þeirra á laun. Þannig að allt þetta vek­ur spurn­ing­ar um hvað það sé sem geri okk­ur mennsk.

Tit­ill plöt­unn­ar er ákveðið hug­tak í gervi­greind­ar­fræðunum, það er að mann­kynið hef­ur búið til alls kon­ar hluti en yf­ir­leitt hafa það verið dauðir hlut­ir sem við stjórn­um. En þessi afurð er „busy“ og við get­um kallað hana Hið iðna barn eða The Busy Child sem í raun og veru get­ur farið að búa til hluti sjálf­stætt. Það er stór breyt­ing á þróun lífs.“

Eyþór á tvö selló en langar í fleiri.
Eyþór á tvö selló en lang­ar í fleiri. mbl.is/​Eyþór

Spurður í kjöl­farið hvort framtíðin í tón­smíðinni liggi þá í gervi­greind­inni seg­ist hann nokkuð viss um að hún verði notuð í aukn­um mæli.

„Hins veg­ar verðum við líka að horfa á mann­lega þátt­inn og hvað aðgrein­ir okk­ur frá gervi­greind­inni. Ég held að gervi­greind­in sé að vissu leyti eins og speg­ill. Hún lær­ir af okk­ur og við af henni. Það er sama hvort það er í list­um, fram­leiðslu eða öðru, þá erum við að búa til nýja vídd í mann­legu sam­fé­lagi með öfl­ug­asta tóli sem við höf­um haft.“

Eyþór með sellóið sitt úti í náttúrunni á Þingvöllum.
Eyþór með sellóið sitt úti í nátt­úr­unni á Þing­völl­um. Ljós­mynd/​Vikram Pra­dham
Eyþór hefur þegar gert myndbönd við þrjú lög af plötunni …
Eyþór hef­ur þegar gert mynd­bönd við þrjú lög af plöt­unni og hafa þau fengið frá­bær­ar viðtök­ur á YouTu­be. mbl.is/​Eyþór

Viðtalið í heild sinni má finna á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á laug­ar­dag­inn, þann 5. apríl, en þar fer Eyþór meðal ann­ars yfir lang­an og far­sæl­an fer­il sinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Blandaðu hæfileikum þínum saman við hæfileika annarra, ekki síst þeirra sem þú átt ekkert sameiginlegt en vekja áhuga þinn. Þú verður að læra erfiðu leiðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Blandaðu hæfileikum þínum saman við hæfileika annarra, ekki síst þeirra sem þú átt ekkert sameiginlegt en vekja áhuga þinn. Þú verður að læra erfiðu leiðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant