Söngvarinn, rapparinn og lagahöfundurinn, Austin Richard Post eða Post Malone, sást á götum borgar ástarinnar, Parísar, með nýrri kærustu.
Orðrómur hefur verið á kreiki um að Post Malone sé kominn með nýja kærustu og fékkst ágætis staðfesting á því um helgina þegar rapparinn fór á stefnumót með Christy Lee. Áður átti hann í löngu sambandi með unnustu sinni Jamie og á með henni tveggja ára dóttur. Þau hættu saman í lok síðasta árs.
Post Malone hélt í kúrekann, sem hann er, og klæddist aðsniðnum gráum jakkafötum, í skyrtu og með hvítt silkibindi. Á höfðinu bar hann kúrekahatt.
Stefnumótið í París bar að aðeins fáum mánuðum eftir kvöldverð í Róm, þaðan sem orðrómur um að þau væru par spratt upp. Mánuði síðar voru þau stödd saman á bar í Idaho en stutt myndskeið af þeim fór í dreifingu á TikTok í byrjun mars.
Rapparinn hefur ávallt haldið nafni fyrrverandi unnustu sinnar og dóttur leyndu fyrir fjölmiðlum og hefur enn ekkert gefið upp um sambandsslitin.
@hiphophumor Post Malone is officially in his romance era! 💕 Spotted sharing a cozy, intimate dinner date with his new girlfriend Christy Lee in Paris. From kisses to wagyu steaks, they were all about that Parisian love life. #PostMalone #ParisRomance #NewLove #CelebrityCouple #RomanticGetaway #ParisDateNight ♬ original sound - HipHopHumor
@gabbyzcool successful side quest @Post Malone ♬ I Had Some Help - Post Malone