Átök innan White Lotus-teymisins

Mike White er leikstjóri og höfundur þáttanna.
Mike White er leikstjóri og höfundur þáttanna. AFP/Chanakarn Laosarakham

Átök virðast vera kom­in upp inn­an fram­leiðslu­teym­is þátt­anna White Lot­us, sem hafa notið mik­illa vin­sælda upp á síðkastið. Tón­skáld þátt­anna hef­ur sagst ætla að yf­ir­gefa þætt­ina vegna eitraðs sam­bands en Mike White, höf­und­ur þátt­anna, sak­ar tón­skáldið um van­v­irðingu í sinn garð. 

Cristóbal Tapia de Veer, tón­skáld White Lot­us, hef­ur notið mik­illa vin­sælda fyr­ir tón­verk sín í þátt­un­um en þema-lag þátt­anna er spilað í upp­hafi hvers þátt­ar og er það talið vera eitt af helstu ein­kenn­um þeirra. 

Veer er sá aðili inn­an fram­leiðslu­teym­is White Lot­us sem hef­ur hlotið flest­ar til­nefn­ing­ar fyr­ir störf sín. Meðal ann­ars hef­ur hann hlotið þrjú Emmy-verðlaun. 

Yf­ir­gef­ur vegna „eitraðs sam­bands“

Í viðtali við The Times kveðst Veer ekki ætla að snúa aft­ur fyr­ir seríu fjög­ur, en þegar hef­ur verið til­kynnt að hún verði gerð. Hann seg­ir að hann geti ekki leng­ur starfað með White vegna „eitraðs sam­bands“ þeirra. 

„Ég veit ekki hvað gerðist, nema nú er ég að lesa viðtöl því hann hef­ur ákveðið að fara í ein­hverja her­ferð um að yf­ir­gefa þætt­ina. Ég held hann hafi ekki borið virðingu fyr­ir mér,“ sagði White út í ákvörðun Veer um að yf­ir­gefa þátt­inn.

Hann seg­ir að þeim hafi stund­um greint á um list­fræðilega nálg­un við gerð tón­list­ar­inn­ar. 

Í viðtali Veer við Times seg­ir hann að hann hafi haft ólík­ar hug­mynd­ir um hvernig tón­list­in ætti að hljóma frá fyrstu serí­unni en að sá ágrein­ing­ur hafi ágerst við gerð þriðju serí­unn­ar. 

„Fyr­ir ein­hvern sem hef­ur séð önn­ur verk eft­ir mig er þetta ekki minn te­bolli,“ sagði Veer. 

White er allt annað en sátt­ur með ákvörðun Veer. 

„Ég hef aldrei sleikt neinn jafn mikið upp – til að leiða þann hest að vatn­inu. Skemmtu þér með það sem þú ætl­ar að gera næst,“ sagði White. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað sem byrjaði sem áleitin hugmynd yfirtekur allt í einu allan tíma þinn. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað sem byrjaði sem áleitin hugmynd yfirtekur allt í einu allan tíma þinn. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Loka