Gladdi afa sinn með brjálæðislega flottu olíuverki

Helgi Vilhjálmsson, eigandi Góu, er hér fyrir miðju ásamt þeim …
Helgi Vilhjálmsson, eigandi Góu, er hér fyrir miðju ásamt þeim systkinum f.v. Nadíu og Patrik Atlabörnum. Ljósmynd/Aðsend

Það er eng­in logn­molla í kring­um tón­list­ar­mann­inn Pat­rik Atla­son, Pretty­boitjok­ko, þessa dag­ana. Ekki nóg með að hann hafi gefið út nýtt lag á dög­un­um, Syk­urpabbi, held­ur tók hann „syk­urpabb­ann“ enn lengra og splæsti í mál­verk handa afa sín­um, Helga Vil­hjálms­syni.

Um er að ræða olíu­verk eft­ir götulista­mann­inn Stefán Óla Bald­urs­son, sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir vegg­mynd­ir (mural) sem hann hef­ur málað vítt og breitt um Ísland.

Mynd­in á verk­inu er af Helga sjálf­um þar sem hann sit­ur reffi­leg­ur á svartri raf­skutlu og tyll­ir ann­arri hendi á mjöðm. Öll smá­atriði í verk­inu eru upp á tíu. 

Spurður út í gjöf­ina seg­ist Pat­rik aldrei hafa gefið afa sín­um neitt og langaði að gera eitt­hvað mjög sér­stakt fyr­ir hann, en Helgi varð ein­mitt 83 ára 8. fe­brú­ar.

Þegar Pat­rik er innt­ur eft­ir hvort þetta geri hann að upp­á­halds­barna­barn­inu hlær hann og seg­ir að nú sé hann ef­laust efst­ur á lista. „En við [barna­börn­in] flökk­um upp og niður list­ann, svo það er aldrei að vita hvað ég helst lengi á toppn­um,“ bæt­ir hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur velt gildismati þínu fyrir þér meira en ella á undanförnum vikum, enda er mikilvægt að hafa það á hreinu. Gerðu allt sem þú getur til þess að auka víðsýni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú hefur velt gildismati þínu fyrir þér meira en ella á undanförnum vikum, enda er mikilvægt að hafa það á hreinu. Gerðu allt sem þú getur til þess að auka víðsýni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Torill Thorup
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir