Grjótharðir magavöðvarnir í aðalhlutverki

Mark Consuelos er í toppformi.
Mark Consuelos er í toppformi. Skjáskot/IMDb

Leik­ar­inn og spjallþátta­stjórn­and­inn Mark Consu­e­los fer með aðal­hlut­verk í nýrri aug­lýs­inga­her­ferð banda­ríska skó- og fylgi­hluta­merk­is­ins Stu­art Weitzm­an.

Consu­e­los, 54 ára, klæddi sig úr öllu nema sokk­un­um og skón­um fyr­ir tök­una og leyfði grjót­hörðum maga­vöðvum sín­um að njóta sín, enda eiga þeir skilið alla heims­ins at­hygli.

Kveikti í net­heim­um

Consu­e­los, sem var kynnt­ur sem fyrsti alþjóðlegi „ambassa­dor“ skó- og fylgi­hluta­merk­is­ins í nóv­em­ber, deildi tveim­ur mynd­um úr tök­unni á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag og ef marka má at­huga­semd­ir þá slógu þær held­ur bet­ur í gegn hjá fylgj­end­um sjón­varps­manns­ins.

Á mynd­un­um, sem tísku­ljós­mynd­ar­inn Ned Rogers á heiður­inn af, sit­ur Consu­e­los nak­inn á stól, skæl­bros­andi og klædd­ur hvít­um íþrótta­sokk­um og skóm frá Stu­art Weitzm­an, en það má segja að skórn­ir séu það síðasta sem fólk tek­ur eft­ir þar sem augað leit­ar annað.

Consu­e­los stýr­ir morg­unþætt­in­um Live with Kelly and Mark ásamt eig­in­konu sinni, Kelly Ripa.

Hjón­in hafa verið gift frá ár­inu 1996 og eiga þrjú upp­kom­in börn, Michael, Lola og Joaquin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Dagurinn hentar vel til viðskipta sem tengjast heimilinu og fjölskyldinni. Vertu fastur fyrir í rökræðum við vinnufélaga, þó ekki óhaggandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Dagurinn hentar vel til viðskipta sem tengjast heimilinu og fjölskyldinni. Vertu fastur fyrir í rökræðum við vinnufélaga, þó ekki óhaggandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir