Harry Bretaprins fyrir dómstólum

Harry prins, hertoginn af Sussex, mætir til Royal Courts of …
Harry prins, hertoginn af Sussex, mætir til Royal Courts of Justice í miðborg Lundúna í morgun. JUSTIN TALLIS / AFP

Her­tog­inn af Sus­sex, Harry Bretaprins, var fyr­ir dóm­stól­um í Lund­ún­um í dag vegna lög­sókn­ar sinn­ar gegn ákvörðun stjórn­valda um að dregið yrði úr ör­ygg­is­gæslu fyr­ir hann þegar hann ferðast til Bret­lands. Þetta kem­ur fram á AFP.

Í kjöl­far aðskilnaðar Harrys frá kon­ungs­fjöl­skyld­unni árið 2020 og flutn­inga hans með fjöl­skyldu sinni til Banda­ríkj­anna gáfu yf­ir­völd það út að hann nyti ekki leng­ur sömu vernd­ar þegar hann dveldi í Bretlandi. 

Harry höfðaði mál gegn inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu en því var hafnað í fyrra og hef­ur málið nú verið lagt fyr­ir áfrýj­un­ar­dóm­stól. 

Harry og eig­in­kona hans, her­togaynj­an af Sus­sex, Meg­h­an Markle, telj­ast ekki leng­ur til starf­andi meðlima kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar eft­ir að þau fluttu frá Bretlandi og sett­ust að í Kali­forn­íu. Prins­inn seg­ir minni ör­ygg­is­gæslu hafa hamlað hon­um að heim­sækja heima­land sitt. 

Fleiri mál í gangi

Breska inn­an­rík­is­ráðuneytið tók þessa ákvörðun og hef­ur hæstirétt­ur lands­ins sagt ákvörðun­ina hafa komið í kjöl­far breyt­inga á stöðu Harrys inn­an kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. Prins­in­um var gert að greiða all­an máls­kostnað, um millj­ón punda, eft­ir að mál­inu var hafnað í apríl 2024.

Það gust­ar af Harry þessa dag­ana, en auk þess að hafa átt í deil­um við bresk dag­blöð er hann einnig flækt­ur í deilu inn­an góðgerðarsam­tak­anna Sentea­ble í suður­hluta Afr­íku, sem hann stofnaði.

Hann hef­ur sagt af sér sem vernd­ari sam­tak­anna. Formaður Sentea­ble, Sophie Chandauka, hef­ur sakað prins­inn um „einelti“ og að taka þátt í „yf­ir­hylm­ingu“. Harry hef­ur þó neitað þeim ásök­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Notaðu daginn til þess að setja þér langtímamarkmið. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Notaðu daginn til þess að setja þér langtímamarkmið. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka