Molly-Mae Hague hefur hagnast gríðarlega

Molly-Mae Hague er langvinsælust á Instagram. Hún tók þátt í …
Molly-Mae Hague er langvinsælust á Instagram. Hún tók þátt í fimmtu þáttaröð Love Island og fann þar ástina. Skjáskot/Instagram

Breska raun­veru­leika­stjarn­an Molly-Mae Hague, sem gerði garðinn fræg­an í þáttaserí­unni Love Is­land sum­arið 2019, hef­ur hagn­ast gríðarlega síðustu ár, þá sér­stak­lega af sam­fé­lags­miðlum, og á orðið dágóða summu inni á banka­bók.

Hague, sem er aðeins 25 ára göm­ul, er nú met­in á sex millj­ón­ir sterl­ings­punda, jafn­v­irði um eins millj­arðs ís­lenskra króna, en sam­fé­lags­miðla- og raun­veru­leika­stjarn­an get­ur þénað allt að 20.000 sterl­ings­pund, sem nem­ur rúm­um þrem­ur millj­ón­um króna, fyr­ir eina færslu á In­sta­gram, enda stát­ar hún af millj­ón­um fylgj­enda á sam­fé­lags­miðlin­um.

Hague hef­ur nýtt sér frægð sína til að byggja upp hálf­gert viðskipta­veldi, en hún setti á lagg­irn­ar eigið tísku­merki á síðasta ári eft­ir að hafa starfað sem svo­kallaður „ambassa­dor“ fyr­ir þó nokk­ur þekkt fyr­ir­tæki, þar á meðal tísku­merkið PrettyLittleT­hing, sem borgaði henni mikl­ar fúlg­ur fjár fyr­ir kynn­ing­ar á sam­fé­lags­miðlum.

Raun­veru­leika­stjarn­an gaf einnig út ævi­sögu sína, Becom­ing Molly-Mae: Find­ing Happ­iness in an On­line/​Offl­ine World, sem seld­ist í þúsund­um ein­taka, og heim­ildaþætt­ina Behind It All þar sem hún varp­ar ljósi á at­b­urðarás­ina sem leiddi til sam­bands­lita henn­ar við hne­fa­leikakapp­ann Tommy Fury, sem hún var í sam­bandi með í fimm ár.

The Sunday Times út­nefndi Hague sem einn af áhrifa­mestu ein­stak­ling­um und­ir þrítugu í Bretlandi ný­verið, enda fáir jafn valda­mikl­ir á sam­fé­lags­miðlum um þess­ar mund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Yfirmenn þínir munu hugsanlega gera auknar kröfur til þín í dag. Gættu þess því að leita ekki langt yfir skammt því lykillinn liggur nær þér en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Yfirmenn þínir munu hugsanlega gera auknar kröfur til þín í dag. Gættu þess því að leita ekki langt yfir skammt því lykillinn liggur nær þér en þú heldur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir