Blake Lively blandar fleiri leikurum í málsóknina

Blake Lively á frumsýningu Another Simple Favor 7. mars 2025.
Blake Lively á frumsýningu Another Simple Favor 7. mars 2025. SUZANNE CORDEIRO / AFP

Leik­ar­inn Adam Mondschein, sem leik­ur á móti Bla­ke Li­vely í einni senu í kvik­mynd­inni It Ends With Us, held­ur því fram að leik­kon­an hafi rangtúlkað sen­una, miðað við þau gögn sem koma fram í mál­sókn henn­ar á hend­ur Just­in Baldoni, leik­ara og leik­stjóra mynd­ar­inn­ar.

Hann seg­ir reynslu sína af að vinna með Li­vely allt aðra en þá sem hún virðist hafa upp­lifað, en hún ku hafa minnst á Mondschein í mál­sókn­inni.

Í gögn­un­um kem­ur fram að Li­vely saki Baldoni um að hafa „truflað“ sig á tökustað með geðþótta­ákvörðunum og „nýj­um atriðum“, eins og t.d. að ráða góðan vin sinn, Mondschein, til að fara með hlut­verk fæðinga- og kven­sjúk­dóma­lækn­is í mjög svo nánu atriði með Li­veley, þar sem hann hafði and­lit og hend­ur í ná­lægð við henn­ar heil­ag­asta stað í fæðing­ar­atriði mynd­ar­inn­ar.

Hafn­ar full­yrðing­um Li­vely

Mondschein hef­ur svarað ásök­un­um Li­vely og seg­ir hana m.a. hafa klæðst sjúkra­hússlopp, stutt­bux­um og bol í atriðinu, fyr­ir utan það sem hún valdi sjálf að klæðast. 

Hann held­ur því einnig fram að leik­kon­an hafi aldrei kvartað eða lýst van­líðan á nein­um tíma­punkti, vegna þess að ekk­ert óvenju­legt átti sér í raun stað og að allt hafi verið mjög fag­mann­legt.

Full­trúi Li­vely hef­ur bent á full­yrðing­ar leik­kon­unn­ar þar sem hún lýs­ir tökustað sem óreiðukennd­um, fjöl­menn­um og að al­gjör­lega hafi skort á alla vernd fyr­ir töku á nekt­ar­senu.

„Ef ég verð kallaður til að bera vitni fyr­ir rétt­ar­höld­um mun ég svara sann­leik­an­um sam­kvæmt, af fús­um og frjáls­um vilja, um hvað sem beðið er um frá mér, með allri þeirri laga­legu vernd sem veitt er,“ seg­ir Mondschein.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er engin ástæða til að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er engin ástæða til að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son