Breskir Eurovision-farar á leið til Húsavíkur

Stúlknasveitin Remember Monday er á leið til Húsavíkur og fær …
Stúlknasveitin Remember Monday er á leið til Húsavíkur og fær þar með ósk sína uppfyllta. Ljósmynd/Aðsend

Breska hljóm­sveit­in Rem­em­ber Monday, sem kepp­ir fyr­ir hönd Bret­lands í Eurovisi­on-söngv­akeppn­inni í ár, er á leið til Húsa­vík­ur til að taka upp sína eig­in út­gáfu af lag­inu Húsa­vík (My Homet­own).

Húsa­vík komst held­ur bet­ur á kortið í kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga (2020) í leik­stjórn Dav­id Dopk­in. 

Úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga. Ljós­mynd/​Aðsend

Draum­ur að heim­sækja Húsa­vík

For­sag­an er sú að kepp­end­um í Eurovisi­on stend­ur til boða að taka ábreiðu af lagi að eig­in vali, sem verður birt á op­in­ber­um miðlum keppn­inn­ar. Rem­em­ber Monday valdi lagið Húsa­vík og óskuðu liðsmenn sveit­ar­inn­ar eft­ir því að fá að taka lagið upp í bæn­um, ásamt barnakórn­um sem kom fram á Óskar­sverðlaun­un­um árið 2021.

„Það hef­ur lengi verið draum­ur okk­ar að heim­sækja Húsa­vík,“ er haft eft­ir þeim Lauren Byr­ne, Holly Hull og Char­lotte Steele, liðsmönn­um hljóm­sveit­ar­inn­ar, í til­kynn­ingu.

„Síðan Eurovisi­on-mynd­in kom út hef­ur okk­ur dreymt um að koma þangað og nú hef­ur keppn­in sjálf gefið okk­ur tæki­færi til að láta þann draum ræt­ast. Við erum í skýj­un­um yfir því að fá að syngja með þess­um ótrú­lega stúlknakór frá Húsa­vík.“

Verk­efnið er unnið af Film Húsa­vík og Ca­stor miðlun fyr­ir BBC í leik­stjórn Rafn­ars Orra Gunn­ars­son­ar og munu tök­ur fara fram um borð í bátn­um Sylvíu við Húsa­vík­ur­höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er engin ástæða til að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er engin ástæða til að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir