Með tárin í augunum á nýju auglýsingaskilti

Laufey er með húmorinn í lagi.
Laufey er með húmorinn í lagi. Semsagt mynd

Söng­kon­an, tón­skáldið og Grammy-verðlauna­haf­inn Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir prýðir nú aug­lýs­inga­skilti í Palm Springs í Kali­forn­íu. Það eitt og sér er nú ekki svo ýkja frétt­næmt, nema kannski fyr­ir það að söng­kon­an er ekki að aug­lýsa tón­leika, nýja plötu eða annað þess hátt­ar.

Aug­lýs­inga­skiltið hvet­ur áhuga­sama til að heim­sækja nýja vefsíðu, Say­Lauf­ey.com, en þar eiga aðdá­end­ur söng­kon­unn­ar og aðrir áhuga­sam­ir að geta lært að bera nafn henn­ar rétt fram.

Á skilt­inu er mynd af Lauf­eyju með tár­in í aug­un­um og eft­ir­far­andi texti: „Still str­uggl­ing with my name? Visit Say­Lauf­ey.com to le­arn“ sem má þýða á ís­lensku sem: „Ertu enn að basl­ast við að segja nafnið mitt? Kíktu á Say­Lauf­ey.com til að læra“.

Lauf­ey deildi mynd af aug­lýs­inga­skilt­inu á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um og hef­ur færsl­an hlotið mikla at­hygli, en ríf­lega ein millj­ón manns hef­ur lækað við hana, þar á meðal popp­stjarn­an Oli­via Rodrigo.

„Kom­inn tími til,“ skrif­ar Lauf­ey við mynd­ina. 

Lauf­ey hef­ur verið ansi dug­leg að kenna aðdá­end­um sín­um, Hollywood-stjörn­um og öðrum að bera fram nafn sitt.

Söng­kon­an skólaði meðal ann­ars Kelly Cl­ark­son til í ís­lensku þegar hún var gest­ur í spjallþætti henn­ar síðastliðið sum­ar og kenndi einnig stór­stjörn­un­um Timot­hée Chala­met, Gra­ham Nort­on, Andrew Garfield og James Cor­d­en að bera fram nafn sitt þegar hún var gest­ur í jólaþætti Nort­on í fyrra.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Very Asi­an ® (@veryasi­an.co)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Samræður við vini og vandamenn afhjúpa nýjar aðferðir við að gera hlutina. Til þess að draumar þínir geti orðið að veruleika þarftu að vinna mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Torill Thorup
3
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Samræður við vini og vandamenn afhjúpa nýjar aðferðir við að gera hlutina. Til þess að draumar þínir geti orðið að veruleika þarftu að vinna mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Torill Thorup
3
Lotta Lux­en­burg
5
Satu Rämö