Melanie B. fagnar með transbarni sínu

Melanie B. með börnin sín þrjú, Madison, Angel og Phoenix.
Melanie B. með börnin sín þrjú, Madison, Angel og Phoenix. Skjáskot/Instagram

Söng­kon­an og fyrr­ver­andi meðlim­ur Spice Gir­ls, Mel­anie Brown eða Mel­anie B., fagn­ar tíma­mót­um með fjöl­skyldu sinni. Ang­el, son­ur henn­ar og leik­ar­ans Eddie Murp­hy, er nýorðinn 18 ára.

Af til­efn­inu setti Mel­anie færslu á In­sta­gram-síðu sína til­einkaða Ang­el með orðunum: „Til ham­ingju með af­mælið eng­ill­inn minn! Ég trúi ekki að þú sért 18 ára, þú ert svo sér­stak­ur og hæfi­leika­rík­ur.“

Ang­el er miðju­barn Mel­anie en hún eignaðist hann eft­ir stutt sam­band með Murp­hie árið 2006. Lengi vel gekkst Murp­hy ekki við að vera faðir barns­ins, jafn­vel þótt búið væri að sýna fram á faðernið með próf­un­um. Ang­el sem fædd­ist í lík­ama stúlku skil­grein­ir sig nú í karl­kyni.

Fyr­ir átti Mel­anie Phoen­ix, sem er í dag 26 ára, með fyrr­ver­andi kær­asta sín­um, dans­ar­an­um Jimmy Gulz­ar. Örverpið er Madi­son en hún er 13 ára og hún á hana með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, leik­stjór­an­um Stephen Bela­fonte.

Í færsl­unni skrifaði Mel­anie einnig: „Ég gæti ekki verið stolt­ari af því að fylgj­ast með þér vaxa og verða sú mann­eskja sem þú ert, en þú munt alltaf verða barnið mitt, ég vona að þú hald­ir áfram að elta drauma þína og vertu góður við alla í kring­um þig eins og þú hef­ur alltaf verið eng­ill­inn minn, elska þig alltaf.“

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Notaðu daginn til þess að setja þér langtímamarkmið. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Notaðu daginn til þess að setja þér langtímamarkmið. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Loka