Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna og eiginkona Baracks Obama til 32 ára, Michelle Obama, rauf nýlega þögnina varðandi sögusagnir um skilnað þeirra hjóna.
Michelle opnaði sig í þættinum Work in Progress með Sophiu Bush í dag. Þar sagði hún að bara með því að ef ákvarðanir og tilsvör falli ekki að ákveðinni staðalímynd, ákveðinni af samfélaginu, þá sé það túlkað sem eitthvað neikvætt og hræðilegt.
Michelle fann þörf fyrir að tjá sig í kjölfar þess að Barack deildi nýlega innsýn í hjónaband þeirra og sagði frá hvernig forsetatíð hans hefði haft áhrif á samband þeirra, en hann viðurkenndi að hallað hefði verulega undan fæti í sambandi þeirra.
Michelle er orðin þreytt á að fólk hrapi að ályktunum.
„Það er hluturinn sem við sem konur, held ég ... Við glímum við að valda fólki vonbrigðum. Ég meina, svo mikið að í ár var fólk ... Það gat ekki einu sinni skilið að ég væri að taka ákvörðun fyrir sjálfa mig og það varð að gera ráð fyrir að við hjónin værum að skilja.“