Leikarinn Keanu Reeves og kærasta hans, listakonan Alexandra Grant, eru yfir sig ástfangin, en þau hafa verið par í 14 ár.
Reeves, 60 ára, og Grant, 52 ára, njóta lífsins um þessar mundir í menningarborginni Lundúnum, en parið var myndað í bak og fyrir er það gekk um götur borgarinnar og einnig þegar það naut hádegisverðar á veitingastað þar sem það deildi ostrum, ljúffengum drykkjum og nokkrum kossum.
Parið hefur verið afar fámált um sambandið undanfarin ár og reynt eftir fremsta megni að halda sér frá sviðsljósinu.
Reeves og Grant eru sögð hafa byrjað að stinga nefjum saman þegar þau unnu að gerð bókarinnar Ode to Happiness árið 2011, en þau héldu sambandinu leyndu í dágóðan tíma, eða heil átta ár.
Parið opinberaði samband sitt árið 2019 þegar Grant fylgdi Reeves niður rauða dregilinn á viðburði í Los Angeles.