This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Kristján Kristjánsson eða KK eins og hann er kallaður, Ólöf Arnalds og Önnu Jónu Son (Haraldur Þorleifsson) tóku saman höndum og sömdu lagið Öll þín tár. Myndbandið kom út í dag og er það frumsýnt á mbl.is. Lagið fjallar um myrkrið, ljósið, eilífðina og samveruna.
„Lífið getur verið svo ævintýralega mikið alls konar. Enginn er eyland og við þurfum öll stöðugt hvort á öðru að halda,“ segir Ólöf og Haraldur Þorleifsson tekur undir þetta:
„Kristján var fyrsta íslenska átrúnaðargoðið mitt í tónlist. Innundir skinni með Ólöfu var á „repeat“ heima þegar konan mín var ólétt af fyrsta barninu okkar. Það er ótrúlegur heiður að fá að búa til lag með þessu fallega fólki,“ segir Haraldur.
„Það var rosa gaman að leika með ykkur! Gerum það endilega aftur,“ segir KK og brosir.
Lagið er komið inn á allar helstu streymisveitur.