„Ykk­ur er skít­sama um fólk“

Vangaveltur um skilnað, eiturlyfjanotkun og slæma geðheilsu hafa verið háværar …
Vangaveltur um skilnað, eiturlyfjanotkun og slæma geðheilsu hafa verið háværar síðustu vikur. AFP/Angela Weiss

Kanadíska popp­stjarn­an Just­in Bie­ber brást illa við þegar hann sá götu­ljós­mynd­ara (e. pap­arazzi) taka mynd­ir af sér fyr­ir utan kaffi­hús í Palm Springs í Kali­forn­íu nú á dög­un­um.

Bie­ber blótaði ljós­mynd­ar­an­um í sand og ösku og náðist at­vikið á mynd­band sem slúðurmiðill­inn TMZ deildi í gær­dag.

Í mynd­band­inu má heyra ljós­mynd­ar­ann bjóða popp­stjörn­unni góðan dag­inn, en þá heyr­ist Bie­ber segja: „Nei, ekki góðan dag­inn! Þú veist það nú þegar. Af hverju ertu hérna?“ áður en hann sak­ar ljós­mynd­ar­ann um pen­inga­græðgi.

„Pen­ing­ar, pen­ing­ar, pen­ing­ar, pen­ing­ar! Þið hugsið bara um pen­inga, ykk­ur er skít­sama um fólk,“ sagði hann.

Bie­ber, sem er 31 árs, hef­ur verið hundelt­ur af ljós­mynd­ur­um al­veg frá því hann steig fram á sjón­ar­sviðið árið 2007.

Hann hef­ur oft verið sakaður um óviðeig­andi hegðun í garð ljós­mynd­ara, aðdá­enda og annarra sem hann um­gengst, en marg­ir telja popp­stjörn­una eiga við geðræn vanda­mál að stríða

View this post on In­sta­gram

A post shared by TMZ (@tmz_tv)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir