Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber brást illa við þegar hann sá götuljósmyndara (e. paparazzi) taka myndir af sér fyrir utan kaffihús í Palm Springs í Kaliforníu nú á dögunum.
Bieber blótaði ljósmyndaranum í sand og ösku og náðist atvikið á myndband sem slúðurmiðillinn TMZ deildi í gærdag.
Í myndbandinu má heyra ljósmyndarann bjóða poppstjörnunni góðan daginn, en þá heyrist Bieber segja: „Nei, ekki góðan daginn! Þú veist það nú þegar. Af hverju ertu hérna?“ áður en hann sakar ljósmyndarann um peningagræðgi.
„Peningar, peningar, peningar, peningar! Þið hugsið bara um peninga, ykkur er skítsama um fólk,“ sagði hann.
Bieber, sem er 31 árs, hefur verið hundeltur af ljósmyndurum alveg frá því hann steig fram á sjónarsviðið árið 2007.
Hann hefur oft verið sakaður um óviðeigandi hegðun í garð ljósmyndara, aðdáenda og annarra sem hann umgengst, en margir telja poppstjörnuna eiga við geðræn vandamál að stríða