Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár, tók upp myndband við lagið Húsavík (My Hometown) í dag.
Eins og kom fram á mbl.is í vikunni völdu meðlimir hljómsveitarinnar umrætt lag en allir þátttakendur gera ábreiðu af lagi að eigin vali sem verður birt á opinberum miðlum keppninnar. Óskuðu liðsmenn sveitarinnar eftir því að fá að taka lagið upp í bænum ásamt barnakórnum sem kom fram á Óskarsverðlaununum árið 2021.
„Það hefur lengi verið draumur okkar að heimsækja Húsavík,“ var haft eftir þeim Lauren Byrne, Holly Hull og Charlotte Steele, liðsmönnum hljómsveitarinnar, í tilkynningu fyrr í vikunni.