Fræg TikTok-stjarna opnar sig um ofbeldissamband

Kayla Malecc.
Kayla Malecc. Skjáskot/Instagram

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Kayla Malecc hef­ur vakið mikla at­hygli eft­ir að hún steig fram og lýsti of­beldi sem hún seg­ist hafa sætt í nánu sam­bandi síðasta árið. Malecc, sem er með fjölda fylgj­enda á In­sta­gram og TikT­ok, birti bæði mynd­efni og ít­ar­lega frá­sögn á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún sak­ar fyrr­ver­andi kær­asta sinn, Evan John­son, um al­var­lega lík­ams­árás og and­legt of­beldi.

Seg­ir frá öllu í tveggja klukku­tíma löngu mynd­bandi

Malecc seg­ir í tveggja klukku­tíma löngu mynd­bandi á YouTu­be að sam­bandið hafi haf­ist í maí 2024, þegar hún var ný­flutt til Kali­forn­íu. Þar kynnt­ist hún John­son í gegn­um sam­eig­in­lega vini. Hún lýs­ir því hvernig hann hafi farið í fang­elsi í 22 daga skömmu eft­ir að þau kynnt­ust, og að líf henn­ar hafi tekið stakka­skipt­um eft­ir það. 

Í mynd­band­inu full­yrðir Malecc að John­son hafi beitt hana bæði and­legu og lík­am­legu of­beldi. Hún lýs­ir því meðal ann­ars að áfeng­isneysla af hálfu John­son hafi verið orðin mik­il, og að John­son hafi sýnt fram á hættu­lega hegðun sem hófst á því að brjóta hluti, en endaði svo með því að hann veitt­ist að henni. 

„Þú ert að brjóta í mér kjálk­ann“

Malecc tók bæði mynd­ir og mynd­band þegar ágrein­ing­ur á milli þeirra stóð og birti í YouTu­be-mynd­band­inu henn­ar og TikT­ok. Í einu þeirra heyr­ist hún segja við John­son:

„Þú ert að brjóta kjálk­ann minn.“ Hún seg­ist hafa upp­lifað mikið óör­yggi á þess­um tíma og af­sakað hegðun hans, meðal ann­ars af ótta við að ögra hon­um enn frek­ar. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by kayla malecc (@kaylama­lec)

Lagði fram kæru

Eft­ir að Malecc birti frá­sögn sína dreifðist málið hratt á sam­fé­lags­miðlum og marg­ir net­verj­ar hvöttu hana til að leggja fram kæru. Þá hafa fjöl­marg­ir skrifað und­ir áskor­un á net­inu um að málið verði rann­sakað af lög­reglu. Í kjöl­farið bár­ust frétt­ir um að John­son hefði verið hand­tek­inn 7. apríl sl. og sett­ur í varðhald vegna ákæru um heim­il­isof­beldi og brot á skil­orði. Trygg­inga­gjald hans nam um 3.000 banda­ríkja­döl­um (um 400.000 krón­um). John­son er ekki leng­ur í haldi. 

Malecc seg­ist hafa verið knú­in til að stíga fram með sína sögu til að hvetja aðrar kon­ur í svipaðri stöðu til að leita sér hjálp­ar. Hún ít­rek­ar að hinn meinti ger­andi hafi reynt að snúa mál­inu upp á hana, meðal ann­ars með því að halda því fram að þau hafi verið jafn­ir gerend­ur. Malecc vís­ar því al­farið á bug og seg­ist reiðubú­in að vinna með lög­reglu ef málið fer lengra inn í dóms­kerfið.

Í kjöl­far op­in­ber­un­ar­inn­ar hafa fjöl­marg­ir lýst yfir stuðningi við Malecc á sam­fé­lags­miðlum. Enn sem komið er hef­ur John­son ekki svarað frek­ar fyr­ir sig op­in­ber­lega um ásak­an­irn­ar, utan stuttra at­huga­semda í mynd­bönd­um sem birt hafa verið á TikT­ok. Lög­reglu­at­hug­un stend­ur yfir, en ekki ligg­ur fyr­ir hvenær málið fer fyr­ir dóm­stóla.

Hægt er að sjá YouTu­be-mynd­bandið í heild sinni hér fyr­ir neðan:

Ef þú ert í of­beld­is­fullu sam­bandi, tel­ur þig eða ein­hver ná­kom­inn vera í hættu eða þarft á aðstoð að halda, er hægt að leita til eft­ir­far­andi aðila:

Kvenna­at­hvarfið (sími 561-1205): hjálp og stuðning­ur fyr­ir þolend­ur heim­il­isof­beld­is.

Bjark­ar­hlíð (sími 553-3000): Stuðnings- og þjón­ustumiðstöð fyr­ir þolend­ur of­beld­is. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er engin ástæða til að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er engin ástæða til að vera með sút, þvert á móti skaltu bera höfuðið hátt og ganga djarflega til verka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son