Mikilvægt að búa til sýnileika

Í ár eru tíu ár liðin síðan Barokkbandið Brák hélt …
Í ár eru tíu ár liðin síðan Barokkbandið Brák hélt sína fyrstu tónleika en bandið leikur á opnunartónleikum hátíðarinnar í Norðurljósum Hörpu á mánudaginn kl. 17. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum að flytja inn Aka­demie für Alte Musik Berl­in, stund­um kölluð Akam­us, en það er stærsta bandið í þess­ari senu í Evr­ópu í dag og búið að vera það um nokk­urt skeið. Þannig að það er rosa­lega spenn­andi að fá þau á hátíðina,“ seg­ir Guðbjörg Hlín Guðmunds­dótt­ir, fiðluleik­ari og fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Ear­ly Music Festi­val, innt eft­ir því hvað beri hæst á hátíðinni sem nú verður hald­in í annað sinn í Hörpu, dag­ana 14.-17. apríl.

Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðluleikari og framkvæmdastjóri Reykjavík Early Music Festival.
Guðbjörg Hlín Guðmunds­dótt­ir, fiðluleik­ari og fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Ear­ly Music Festi­val. Ljós­mynd/​Aðsend

Reykja­vík Ear­ly Music Festi­val er fyrsta alþjóðlega barokk­hátíðin í Reykja­vík og er hún að sögn Guðbjarg­ar ein­stak­ur vett­vang­ur fyr­ir sam­starf ís­lenskra og er­lendra tón­list­ar­hópa sem sér­hæfa sig í upp­runa­flutn­ingi barokk­tón­list­ar.

Tón­leika­gest­ir fái því að ferðast aft­ur í tím­ann þegar streng­ir hljóðfær­anna voru úr kinda­görn­um og prik­in í fiðlu­bog­un­um sveigðust í aðra átt eins og í mál­verk­um barokktím­ans.

Akademie für Alte Musik Berlin, stundum kölluð Akamus, er ein …
Aka­demie für Alte Musik Berl­in, stund­um kölluð Akam­us, er ein fremsta hljóm­sveit heims sem leik­ur á upp­runa­leg hljóðfæri. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il­vægt að búa til sýni­leika

„Einnig fá Gold­berg-til­brigðin eft­ir Bach að hljóma á sembal í túlk­un hins marg­verðlaunaða pólska sembal­leik­ara Marc­ins Swi­atkiewicz, sem er rís­andi stjarna í sínu heimalandi. Ég veit alla vega ekki til þess að Gold­berg-til­brigðin hafi hljómað áður á sembal í Hörpu,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að alþjóðlegi kamm­er­hóp­ur­inn Concerto Scirocco mæti einnig á hátíðina en þar sé á ferðinni hóp­ur sem flakki mikið á milli landa og komi víða fram.

„Þau eru með rosa­lega skemmti­lega fram­komu og það er mik­il orka í þeim en þau koma með alls kon­ar skrýt­in og skemmti­leg blást­urs­hljóðfæri með sér til lands­ins eins og sink, sackbut og barokk­bás­ún­ur.“

Swiatkiewicz er rísandi stjarna í Póllandi.
Swi­atkiewicz er rís­andi stjarna í Póllandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Í list­rænu teymi hátíðar­inn­ar, auk Guðbjarg­ar, eru fiðluleik­ar­arn­ir Elfa Rún Krist­ins­dótt­ir og Gunn­hild­ur Daðadótt­ir sem og sópr­an­söng­kon­an Her­dís Anna Jón­as­dótt­ir.

„Talandi um skrýt­in og sér­stök göm­ul hljóðfæri þá erum við með Gadus Mor­hua En­semble á hátíðinni sem er ís­lensk hljóm­sveit, en nafn henn­ar þýðir þorsk­ur á lat­ínu, og þau spila meðal ann­ars á forn­ís­lenskt lang­spil. Þau hafa oft verið að spila á rabarbaraf­laut­ur og alls kon­ar áhuga­verð hljóðfæri en þau eru þekkt fyr­ir að búa til hálf­gert baðstofu­barokk þar sem þau spila bæði barokk­tónlist frá meg­in­landi Evr­ópu og gamla ís­lenska þjóðlaga­tónlist í bland.“

Spurð í fram­hald­inu hvernig valið á flytj­end­un­um hafi farið fram seg­ir hún Elfu, list­ræn­an stjórn­anda hátíðar­inn­ar, aðallega hafa komið að því.

Svafa Þórhallsdóttir býður upp á sérstakt krílabarokk eða tónleikhús á …
Svafa Þór­halls­dótt­ir býður upp á sér­stakt kríla­barokk eða tón­leik­hús á hátíðinni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Elfa er bú­sett í Berlín og er gíf­ur­lega vel tengd inn í barokksen­una í Evr­ópu. Sjálf spil­ar hún um alla Evr­ópu og er dug­leg að kynna sig og hátíðina hér heima. En svo er mjög mik­il­vægt líka að búa til sýni­leika fyr­ir ís­lensku bönd­in og á næstu árum verður enn meiri áhersla lögð á Íslend­inga á hátíðinni og þá sér í lagi Íslend­inga sem búa er­lend­is.

Það er svo mikið af frá­bær­um Íslend­ing­um í þess­ari senu sem eru bú­sett­ir er­lend­is sem eru með ein­hver bönd á sín­um snær­um,“ seg­ir Guðbjörg og nefn­ir sem dæmi tón­list­ar­mann­inn Hall­dór Bjarka sem mætti á hátíðina í fyrra ásamt hljóm­sveit sinni Amaconsort.

Viðtalið í heild sinni birt­ist á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í gær, fimmtu­dag­inn 10. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað sem byrjaði sem áleitin hugmynd yfirtekur allt í einu allan tíma þinn. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Eitthvað sem byrjaði sem áleitin hugmynd yfirtekur allt í einu allan tíma þinn. Vertu opinn fyrir þeim sem eru frábrugðnir öðrum og varastu dómhörku.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka