Leikkonan og fyrirsætan Jaime King hefur opnað sig um áfallið við að missa forræðið yfir börnunum sínum tveimur, með orðunum að forsjárkerfið sé ógnvekjandi.
Fyrrverandi eiginmaður hennar Kyle Newman fékk fullt forræði yfir drengjunum þeirra tveimur, James, ellefu ára, og Leo, níu ára. Í hlaðvarpinu Whine Down With Jana Kramer deildi King hryllilegum raunveruleikanum með þáttastjórnandanum.
Báðar opnuðu á reynslu sína af forsjárdeilum og viðurkenndi King að hún hafi ekki áttað sig á hvernig heimurinn virkaði og verið of ung þegar hún gifti sig.
Kramer samsinnti skoðunum King varðandi gildrur réttakerfisins, en King hefur haldið því fram að fyrrverandi eiginmaður hennar hafi gefið ranga mynd af fyrstu dögum sambands þeirra fyrir dómstólum í örvæntingarfullri tilraun til að fá forræðið yfir drengjunum.
King hefur í dag heimsóknarétt undir eftirliti og fær einungis að hitta drengina þrisvar sinnum í viku. Að auki var henni gert skylt að sækja sex mánaða fíknimeðferð.
Í október 2024 sótti Newman um fullt forræði yfir drengjunum eftir að hann sagðist hafa komið að King „uppspennta“ og „drukkna“ á meðan hún gætti sona sinna.