Ósátt við forsjárkerfið

Jaime King gerði það mjög gott í þáttaseríunni Hart of …
Jaime King gerði það mjög gott í þáttaseríunni Hart of Dixie og Sin City kvikmyndunum. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an og fyr­ir­sæt­an Jaime King hef­ur opnað sig um áfallið við að missa for­ræðið yfir börn­un­um sín­um tveim­ur, með orðunum að for­sjár­kerfið sé ógn­vekj­andi.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar Kyle Newm­an fékk fullt for­ræði yfir drengj­un­um þeirra tveim­ur, James, ell­efu ára, og Leo, níu ára. Í hlaðvarp­inu Whine Down With Jana Kra­mer deildi King hrylli­leg­um raun­veru­leik­an­um með þátta­stjórn­and­an­um.

Báðar opnuðu á reynslu sína af for­sjár­deil­um og viður­kenndi King að hún hafi ekki áttað sig á hvernig heim­ur­inn virkaði og verið of ung þegar hún gifti sig.

Kra­mer sam­sinnti skoðunum King varðandi gildr­ur rétta­kerf­is­ins, en King hef­ur haldið því fram að fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar hafi gefið ranga mynd af fyrstu dög­um sam­bands þeirra fyr­ir dóm­stól­um í ör­vænt­ing­ar­fullri til­raun til að fá for­ræðið yfir drengj­un­um.

King hef­ur í dag heim­sókna­rétt und­ir eft­ir­liti og fær ein­ung­is að hitta dreng­ina þris­var sinn­um í viku. Að auki var henni gert skylt að sækja sex mánaða fíkni­meðferð.

Í októ­ber 2024 sótti Newm­an um fullt for­ræði yfir drengj­un­um eft­ir að hann sagðist hafa komið að King „upp­spennta“ og „drukkna“ á meðan hún gætti sona sinna.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir