„Þetta er allt annað en maður hefur séð“

Júlíanna Lára Steingrímsdóttir er hokin af reynslu þegar kemur að …
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir er hokin af reynslu þegar kemur að búningahönnun fyrir bæði leikhús og kvikmyndir. Hún er búningahönnuður þáttanna Reykjavík Fusion sem fara í loftið í haust. Ljósmynd/Saga Sig

„Ég komst að því í nám­inu að mitt áhuga­svið væri að skapa karakt­er­inn,“ seg­ir Júlí­anna Lára Stein­gríms­dótt­ir en hún lærði kvik­mynda­leik­stjórn í Central Saint Mart­ins í London, þaðan sem hún út­skrifaðist 2010.

Síðan þá hef­ur hún starfað við bún­inga- og leik­mynda­hönn­un bæði í leik­húsi og kvik­mynd­um og nú síðast í nýrri þáttaseríu, Reykja­vík Fusi­on, sem verður sýnd á Sjón­varpi Sím­ans Premium í haust.

Þáttaserí­an ger­ist í nú­tím­an­um og seg­ir í lýs­ing­unni að hún fjalli um mat­reiðslu­meist­ara (Ólaf Darra Ólafs­son) sem kem­ur úr fang­elsi og neyðist til að slá lán hjá und­ir­heimakóngi til að stofna flott­asta veit­ingastað Reykja­vík­ur. Hera Hilm­ar leik­ur rekstr­ar­stjóra veit­ingastaðar­ins (Marý) sem nýt­ir sér ein­feldni mat­reiðslu­meist­ar­ans til að vinna að eig­in hags­mun­um. Sam­an sökkva þau dýpra og dýpra í vef glæpa í und­ir­heim­um Reykja­vík­ur þar sem hvert rangt spor get­ur reynst dýr­keypt.

Hera Hilmar leikur Marý í sjónvarpsþáttaseríunni Reykjavík Fusion.
Hera Hilm­ar leik­ur Marý í sjón­varpsþáttaserí­unni Reykja­vík Fusi­on. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son
„Ég pæli mikið í lýsingum, ramma og efnavali, hvað kemur …
„Ég pæli mikið í lýs­ing­um, ramma og efna­vali, hvað kem­ur vel út í „kam­eru“, sem er kannski aðeins öðru­vísi nálg­un í bún­inga­hönn­un,“ seg­ir Júlí­anna. Ljós­mynd/​Saga Sig

Ferlið við val á bún­ing­um

Vinn­una við þætt­ina seg­ir Júlí­anna hafa verið einkar skemmti­lega. „Mér finnst mest áhuga­vert að skapa um­hverfi per­sóna og bak­sögu. Ég vil kafa aðeins dýpra í karakt­er­inn,“ út­skýr­ir hún. 

„Þótt karakt­er­arn­ir þurfi að vera trú­verðugir þá fékk ég leyfi til að skrúfa aðeins upp í fant­así­unni í stað þess að vera í al­gjör­um „real­isma“, en það gef­ur mér svig­rúm til að vera aðeins ýkt­ari í per­sónu­sköp­un­inni,“ seg­ir Júlí­anna.

„Í þátt­un­um er t.d. mikið af glæpa­mönn­um sem eru ansi skemmti­leg­ir karakt­er­ar að vinna með. Við erum með þessa gam­al­grónu glæpa­menn og svo aft­ur þessa nýju sem eru að hasla sér völl í glæpa­heim­in­um og þurf­um strax að sjá hvor­um hópn­um hver glæpa­maður til­heyr­ir.“

Hún lýs­ir því hvernig námið sem hún stundaði gefi henni öðru­vísi sýn á verk­efn­in held­ur en hjá þeim sem lærðu t.d. hönn­un. „Ég pæli mikið í lýs­ing­um, ramma og efna­vali, hvað kem­ur vel út í „kam­eru“, sem er kannski aðeins öðru­vísi nálg­un í bún­inga­hönn­un.“ 

Guðbjörg Huldís sem sér um gervi í sjónvarpsþáttaseríunni Reykjavík Fusion …
Guðbjörg Hul­dís sem sér um gervi í sjón­varpsþáttaserí­unni Reykja­vík Fusi­on legg­ur hér loka­hönd á út­lit Heru fyr­ir tök­ur. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son

Hvaðan færðu hug­mynd­ir?

„Aðallega í um­hverf­inu. Ég elska að fylgj­ast með fólki og ímynda mér þeirra sögu. Ég laum­ast jafn­vel stund­um til að taka mynd af áhuga­verðum karakt­er­um fyr­ir hug­mynda­bank­ann minn.“ 

Eft­ir að hafa full­mótað karakt­er­ana byrjaði Júlí­ana að dýfa sér í hug­mynd­ir að flík­um. „Þá var bara að byrja að leita, fara í „second hand“-búðir og finna flík­ur í bún­inga­söfn­um og á net­inu. Það er tak­markað úr­val á litla Íslandi svo í þessu til­felli sendi ég einnig „reffa“ á Agnieszku vin­konu mína sem er bú­sett í Póllandi sem fór á stúf­ana þar, fór á markaði og send­ir mér mynd­ir af flík­um sem hún fann.“  

Það er nóg að gera á settinu.
Það er nóg að gera á sett­inu. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son

Óút­reikn­an­leg­ur karakt­er

„Það er hrika­lega gam­an að vinna með Heru og skemmti­legt að búa henn­ar karakt­er til. Hera var til í allt. Þrátt fyr­ir að við vor­um báðar með okk­ar hug­mynd­ir að henn­ar karakt­er þá mætt­umst á miðri leið í hug­mynda­vinn­unni og út­kom­an varð enn áhuga­verðari.“

Júlí­anna lýs­ir því hve spenn­andi hafi verið að kafa djúpt í karakt­er­inn sem Hera leik­ur í þátt­un­um, Marý, og að sam­an, ásamt gervi­hönnuðinum Guðbjörgu Hul­dísi, hafi þær skáldað mikla bak­sögu Marýj­ar, til að skilja hana. Sú vinna rataði síðan að ein­hverju leyti inn í þætt­ina.  

Spurð út í út­lit Marýj­ar seg­ist Júlí­anna ekki al­veg geta tengt hana við aðra per­sónu. Hún hafi þó sótt upp­runa­legu hug­mynd­ina til per­són­unn­ar Mörlu í kvik­mynd­inni Fig­ht Club (1999).

Marý er ótútreiknanlegur persónuleiki.
Marý er ótút­reikn­an­leg­ur per­sónu­leiki. Ljós­mynd/​Jónatan Grét­ars­son

„Þær eru alls ekki svipað klædd­ar. Hins veg­ar er Marla sterk­ur karakt­er sem fólk ótt­ast, þrátt fyr­ir að vera smá­vax­in. Ég velti upp þeirri spurn­ingu hvernig ég gæti látið sterk­an karl­mann, eins og Ólaf Darra, vera hrædd­an við konu eins og Heru, eða Marý. Niðurstaðan var þessi óút­reikn­an­leiki og að Marý þyrfti að vera óút­reikn­an­leg í út­liti. Þú veist ekki hvar þú hef­ur hana eða hvað hún ger­ir næst.“

Að lok­um seg­ir Júlí­anna að verk­efnið hafi verið ánægju­legt að því leyti að henni var sýnt mikið traust og gefið frelsi til að túlka per­són­urn­ar. Svo kom það henni á óvart að þrátt fyr­ir þungt viðfangs­efni að þá eru þætt­irn­ir stút­full­ir af svört­um húm­or.

„Þetta er allt annað en maður hef­ur séð.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gætir orðið fyrir hörðum aðgangi einhvers sem vill sannfæra þig um eitthvað eða selja þér eitthvað í dag. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka þér styrk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú gætir orðið fyrir hörðum aðgangi einhvers sem vill sannfæra þig um eitthvað eða selja þér eitthvað í dag. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka þér styrk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir