Tvö ný lög frá Sycamore Tree

Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda saman hljómsveitina Sycamore Tree.
Ágústa Eva og Gunni Hilmars mynda saman hljómsveitina Sycamore Tree. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson

Þau Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir og Gunn­ar Hilm­ars­son, oft kallaður Gunni Hilm­ars, í hljóm­sveit­inni Sycamore Tree gefa út tvö lög til viðbót­ar af plöt­unni þeirra Scream sem kem­ur út 30. maí. Þetta eru lög­in Time Will Tell og Heart is God. Lög­in og text­arn­ir eru eft­ir Gunn­ar og Ágústu Evu og sem fyrr út­set­ur Arn­ar Guðjóns­son bæði lög­in.

„Á þess­ari plötu höf­um við verið að leika okk­ur að því að út­víkka Sycamore Tree-hljóðheim­inn og með þess­um tveim­ur lög­um þá má heyra bæði kunn­ug­leg­an hljóðheim okk­ar í Time Will Tell og svo nýja hlið á okk­ur í lag­inu Heart Is God þar sem að meiri elektrón­ísk­ur heim­ur sam­ein­ast okk­ar kunn­ug­lega hljóðheimi á spenn­andi hátt, þar sem syngj­andi gít­ar­ar mæt­ast við engl­araddakór Ágústu Evu. Al­veg epísk sam­ein­ing á sinn hátt,“ seg­ir Gunn­ar Hilm­ars í frétta­til­kynn­ingu.

Time Will Tell fjall­ar um djúpa og órofna ást, tryggð og það að styðja og vera til staðar fyr­ir ein­hvern, sama hvað á dyn­ur. Sögumaður­inn lýs­ir því hvernig hann/​hún mun gera allt til að vernda og lyfta ást­vini sín­um upp, jafn­vel í erfiðustu aðstæðum. 

Heart Is God er vís­un í það að guð inn­an í okk­ur er í raun hjartað okk­ar og inn­sæið okk­ar sem við þurf­um að hlusta á og treysta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka