„Það eru svikin sem eru verst“

Dagný Heiðdal listfræðingur og Ólafur Ingi Jónsson forvörður hjá Listasafni …
Dagný Heiðdal listfræðingur og Ólafur Ingi Jónsson forvörður hjá Listasafni Íslands. Morgunblaðið/Karítas

​​„Það eru svik­in sem eru verst. Þú horf­ir í aug­un á fólki sem tel­ur sig hafa keypt góðan Kjar­val og er ánægt með verkið en ein­hver hef­ur bent því á að láta at­huga bet­ur málið, eitt­hvað sé vafa­samt,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi Jóns­son, for­vörður hjá Lista­safni Íslands, en í dag verður opnuð þar sýn­ing­in Ráðgát­an um rauðmag­ann og aðrar sög­ur um eft­ir­lík­ing­ar og fals­an­ir en Ólaf­ur Ingi og Dagný Heiðdal list­fræðing­ur eru sýn­ing­ar­stjór­ar.

Þegar blaðamann bar að garði voru þau á loka­metr­un­um við upp­setn­ingu sýn­ing­ar­inn­ar en þar má sjá fölsuð verk sem safnið á í fór­um sín­um og hafa borist því á ýms­an máta. Öll tengj­ast þau hinu svo­nefnda stóra mál­verka­föls­un­ar­máli sem hófst á síðasta tug 20. ald­ar og lauk með dómi í Hæsta­rétti árið 2004 þar sem hinir ákærðu voru sýknaðir vegna ágalla á rann­sókn máls­ins. Málið hafði þó nei­kvæð áhrif á ís­lensk­an listheim og hætt er við að sag­an gleym­ist og fölsuð verk kom­ist aft­ur í um­ferð.

Flest­ir af þekkt­ustu lista­mönn­um Íslands á fyrri hluta 20. ald­ar hafa orðið fyr­ir barðinu á föls­ur­um en á sýn­ing­unni eru dæmi um verk fjög­urra lista­manna sem hafa hvað mest verið falsaðir, en það eru Ásgrím­ur Jóns­son, Jó­hann­es S. Kjar­val, Nína Tryggva­dótt­ir og Svavar Guðna­son.

Nán­ar er rætt við Ólaf Inga og Dag­nýju í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag 11. apríl.

Eitt af fölsuðu verkunum á sýningu Listasafns Íslands.
Eitt af fölsuðu verk­un­um á sýn­ingu Lista­safns Íslands. Ljós­mynd/​Lista­safn Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka