Cyrus skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Noah Cyrus hefur lengi verið þekkt fyrir gotneskan stíl.
Noah Cyrus hefur lengi verið þekkt fyrir gotneskan stíl. Ljósmynd/Arturo Holmes

Yngri syst­ir banda­rísku tón­list­ar­kon­unn­ar Miley Cyr­us, hin 25 ára gamla Noah Cyr­us, skildi lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið þegar hún steig á svið ásamt rapp­ar­an­um Sha­boozey á Coachella-tón­list­ar­hátíðinni í Indio í Kali­forn­íu á sunnu­dag.

Cyr­us og Sha­boozey, sem heit­ir réttu nafni Coll­ins Obinna Chi­bu­eze, fluttu lagið My Fault við mik­inn fögnuð viðstaddra.

Cyr­us vakti mikla at­hygli í hvít­um, drama­tísk­um og gegn­sæj­um síðkjól. Söng­kon­an hafði ekki fyr­ir því að klæða sig í brjósta­hald­ara en hún huldi sitt allra heil­ag­asta með hvít­um þveng. 

Fjöldi þekktra ein­stak­linga tróð upp á Coachella-hátíðinni um liðna helgi, en hátíðin hef­ur verið hald­in ár­lega tvær helg­ar í apríl frá ár­inu 1999. 

Meðal þeirra sem trylltu lýðinn voru Lady Gaga, Lauf­ey, Mis­sy Elliot, Post Malone, Meg­an Thee Stalli­on og Green Day.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Just Jared (@ju­stjared)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Gættu þess samt að fara ekki yfir strikið. Allt félagsstarf gengur sem smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Lausn verkefnis þíns liggur nær þér en þig grunar í fljótu bragði. Gættu þess samt að fara ekki yfir strikið. Allt félagsstarf gengur sem smurt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir