Kim ber vitni í París: Meirihlutinn aldrei fundist

Kim varð fyrir miklu áfalli í kjölfar árásarinnar.
Kim varð fyrir miklu áfalli í kjölfar árásarinnar. AFP/Kena Betancur

Banda­ríska raun­veru­leika­stjarn­an Kim Kar­dashi­an mun bera vitni í dómsal í vænt­an­leg­um rétt­ar­höld­um vegna vopnaðs ráns á hót­eli henn­ar þar sem skart­grip­um henn­ar var rænt árið 2016. 

Þetta seg­ir lögmaður henn­ar, Michael Rhodes. Rétt­ar­höld­in hefjast 28. apríl og er áætlað að þau standi yfir til 23. maí. Kim mun að öll­um lík­ind­um bera vitni 13. maí. 

Réttað verður yfir sex ein­stak­ling­um sem tald­ir eru hafa staðið að rán­inu.

Met­inn á 10 millj­ón­ir evra

Það var aðfaranótt 3. októ­ber árið 2016 sem sex menn, dul­bún­ir sem lög­reglu­menn, réðust inn á hót­el­her­bergi Kim með það að mark­miði að hand­sama af henni skart­gripi.

Tveir árás­ar­mann­anna beindu byssu að höfði henn­ar og fyr­ir­skipuðu henni að af­henda hring sem hún var með, sá var virði 30 þúsunda evra eða rúm­lega fjór­ar millj­ón­ir ís­lenskra króna. 

Menn­irn­ir bundu sam­an hend­ur og fæt­ur Kim, límdu fyr­ir munn henn­ar og komu henni fyr­ir í baðkari á meðan þeir rændu hót­el­her­bergið. 

Meiri­hluti þýf­is­ins hef­ur aldrei fund­ist en lög­regl­an í Frakklandi greindi frá því skömmu eft­ir ránið að ráns­feng­ur­inn hefði verið met­inn á 10 millj­ón­ir evra eða tæp­an 1,3 millj­arð í ís­lensk­um krón­um. Talið er að hluti þýf­is­ins hafi verið seld­ur í Belg­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil gæfa að eiga trúnaðarvin sem tekur á viðkvæmustu málum þannig að enginn býður hnekki af. Ekki er gott að taka ákvarðanir í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er mikil gæfa að eiga trúnaðarvin sem tekur á viðkvæmustu málum þannig að enginn býður hnekki af. Ekki er gott að taka ákvarðanir í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lotta Lux­en­burg
2
Sebastian Richel­sen
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son