Svona lítur „Ridge Forrester“ út í dag

Katherine Kelly Lang og Ronn Moss í hlutverkum sínum í …
Katherine Kelly Lang og Ronn Moss í hlutverkum sínum í Glæstum vonum. Skjáskot/IMDb

Banda­ríski leik­ar­inn og tón­list­armaður­inn Ronn Moss er Íslend­ing­um vel kunn­ur, þá sér­stak­lega aðdá­end­um sápuóper­unn­ar The Bold and the Beautif­ul, eða Glæst­ar von­ir eins og hún heit­ir á ís­lensku.

Moss skaust fyr­ir al­vöru upp á stjörnu­him­in­inn árið 1987, þá 35 ára gam­all, þegar hann hreppti hlut­verk hins mynd­ar­lega Ridge For­rester, son­ar Eric og Stephanie For­rester, í Glæst­um von­um. Hann lék hlut­verkið í 25 ár, eða allt þar til hann kvaddi karakt­er­inn árið 2012 eft­ir 4.493 þætti.

Eft­ir að Moss hætti var eng­inn Ridge í þátt­un­um í tæpt ár en í des­em­ber 2013 kom nýr Ridge til skjal­anna, leik­inn af Thor­sten Kaye, sem hef­ur túlkað hinn marggifta fram­kvæmda­stjóra hjá For­rester Creati­ons, alla daga síðan.

Orðinn 73 ára gam­all

Moss er fædd­ur og upp­al­inn í Los Ang­eles, borg engl­anna og kvik­myndaiðnaðar­ins, þann 4. mars árið 1952.

Ell­efu ára gam­all hóf hann að læra á tromm­ur, gít­ar og raf­magns­bassa og upp úr tví­tugu stofnaði hann ásamt fé­lög­um sín­um, Peter Beckett, J.C. Crowley og John Friesen, hljóm­sveit­ina Player, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir slag­ar­ann Baby Come Back frá ár­inu 1978, en lagið náði topp­sæti banda­ríska Bill­bo­ard-list­ans.

Hef­ur haldið sér upp­tekn­um

Hlut­verk Moss í Glæst­um von­um er án efa þekkt­asta hlut­verk hans á ferl­in­um, en alls ekki það eina, síður en svo.

Síðustu ár hef­ur Moss farið með þó nokk­ur hlut­verk í svo­kölluðum b-mynd­um og lítt þekkt­ari sápuóper­um á borð við The Bay og Familie. Hann hef­ur þó aðallega ein­blínt á tón­list­ar­fer­il­inn og er iðinn við að deila mynd­skeiðum frá tón­leik­um sín­um á sam­fé­lags­miðlasíðunni In­sta­gram.

Moss var kvænt­ur leik­kon­unni Shari Shattuck á ár­un­um 1990 til 2002 og á með henni tvær upp­komn­ar dæt­ur. Leik­ar­inn gekk í hjóna­band með fyr­ir­sæt­unni Devin DeVasqu­ez árið 2009 og eru þau bú­sett í Los Ang­eles.

View this post on In­sta­gram

A post shared by ronn moss (@ronn­moss)

View this post on In­sta­gram

A post shared by ronn moss (@ronn­moss)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Fólk heldur áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir nema þú sjálfur gerir eitthvað í málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Fólk heldur áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir nema þú sjálfur gerir eitthvað í málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Loka