Hin fjögurra ára gamla Daisy Dove Bloom, dóttir poppstjörnunnar Katy Perry og leikarans Orlando Bloom, fylgdist spennt með móður sinni þegar hún fór með flaug Blue Origin út í geiminn á mánudagsmorgun.
Geimfarinu, sem er í eigu fyrirtækis Jeff Bezoz, var skotið á loft í Texas í Bandaríkjunum og var í heilar ellefu mínútur á flugi.
Áhöfnin samanstóð af sex konum, þar á meðal sjónvarpskonunni Gayle King og unnustu Bezos, rithöfundinum Lauren Sánchez.
Perry tók fagurfífil (e. Daisy) með sér um borð í flaugina, til heiðurs dóttur sinni, og deildi myndskeiði af sér á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún sést svífa um flaugina með blómið í hönd.
Perry og Bloom reyna allt hvað þau geta til þess að halda dóttur sinni utan sviðsljóssins. Það kom því mörgum á óvart þegar Bloom mætti með Daisy, sem var klædd í geimbúning, til að fylgjast með þessu mikla ævintýri.
Perry og Bloom hafa verið saman frá árinu 2016.