Kántrýgæinn á leið til Íslands

Dominic Halpin hefur gert það gott sem kántrísöngvari.
Dominic Halpin hefur gert það gott sem kántrísöngvari. Ljósmynd/Aðsend

Kántrý­tón­list­ar­unn­end­ur ættu að fagna núna því hljóm­sveit­in Dom­inic Halp­in and the Hurrica­ne verður með tón­leika í Eld­borg­ar­sal Hörpu í 26. sept­em­ber. Tón­leik­arn­ir kall­ast A Coun­try Nig­ht in Nashville og mun sveit­in flytja mörg af fræg­ustu kántrý­lög­um sem samið hafa verið. Þetta er í fyrsta skipti sem hljóm­sveit­in kem­ur til Íslands en forsprakki bands­ins, Dom­inic Halp­in, nýt­ur vin­sælda. 

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Dom­inic Halp­in muni end­ur­vekja þá hon­ky-tonk stemn­ingu sem rík­ir í kántrýbæn­um Nashville í Tenesse í Banda­ríkj­un­um. Halp­in hef­ur spilað með stór­stjörn­um á borð við Cliff Rich­ard, Tony Benn­ett og Emeli Sandé en hann hef­ur líka samið lög fyr­ir Hollywood-kvik­mynd­ir og líka fyr­ir sjón­varp. 

Kántrí­tónlist hef­ur notið meiri vin­sælda núna en oft áður og er það lík­lega vegna þess að tón­listar­fólk eins Tayl­or Swift, Lady An­te­bell­um (Lady A) og Beyoncé hafa gert sveita­tón­list­inni hátt und­ir höfði.  

„Á dag­skrá tón­leik­anna A Coun­try Nig­ht in Nashville eru áhrifa­mikl­ir smell­ir frá mörg­um stjörn­um en þar má nefna Ring of Fire, Crazy, Follow Your Arrow, It's Five o'Clock Somewh­ere, Need You Now, nine to five, The Gambler og marg­ir fleiri,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. 

Dominic Halpin and the Hurricane ætla að endurskapa honky-tonk stemmninguna …
Dom­inic Halp­in and the Hurrica­ne ætla að end­ur­skapa hon­ky-tonk stemmn­ing­una í Nashville í Eld­borg­ar­sal Hörpu. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það er svalt að vera heitur og öllum að óvörum tekst þér að vera hvort tveggja á sama tíma. Þú upplifir takmarkaðan samstarfsvilja í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Það er svalt að vera heitur og öllum að óvörum tekst þér að vera hvort tveggja á sama tíma. Þú upplifir takmarkaðan samstarfsvilja í vinnunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf