Kántrýtónlistarunnendur ættu að fagna núna því hljómsveitin Dominic Halpin and the Hurricane verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í 26. september. Tónleikarnir kallast A Country Night in Nashville og mun sveitin flytja mörg af frægustu kántrýlögum sem samið hafa verið. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur til Íslands en forsprakki bandsins, Dominic Halpin, nýtur vinsælda.
Í fréttatilkynningu kemur fram að Dominic Halpin muni endurvekja þá honky-tonk stemningu sem ríkir í kántrýbænum Nashville í Tenesse í Bandaríkjunum. Halpin hefur spilað með stórstjörnum á borð við Cliff Richard, Tony Bennett og Emeli Sandé en hann hefur líka samið lög fyrir Hollywood-kvikmyndir og líka fyrir sjónvarp.
Kántrítónlist hefur notið meiri vinsælda núna en oft áður og er það líklega vegna þess að tónlistarfólk eins Taylor Swift, Lady Antebellum (Lady A) og Beyoncé hafa gert sveitatónlistinni hátt undir höfði.
„Á dagskrá tónleikanna A Country Night in Nashville eru áhrifamiklir smellir frá mörgum stjörnum en þar má nefna Ring of Fire, Crazy, Follow Your Arrow, It's Five o'Clock Somewhere, Need You Now, nine to five, The Gambler og margir fleiri,“ segir í fréttatilkynningu.