Slagsmálapían Erika Nótt Einarsdóttir hefur verið virk á samfélagsmiðlinum TikTok síðustu misseri og vekur heimsathygli þar sem hún deilir víðtæku efni úr lífi sínu sem ung íslensk kona í hnefaleikjum.
Erika, sem er aðeins 18 ára, hefur slegið í gegn í greininni og vann til gullverðlauna á Norðurlandamótinu í hnefaleikum 2024 – fyrsta gullið sem Íslendingur hefur hlotið í þessari íþrótt.
Erika segist lifa fyrir hnefaleika og er með stóra drauma um framtíðina. Hér fyrir neðan má sjá þrjú vinsælustu TikTok-myndböndin hennar en samanlagt eru þau með yfir þrjú milljón áhorf.