Amanda Bynes mætt á OnlyFans

Amanda Bynes.
Amanda Bynes. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi leik­kon­an og barna­stjarn­an Am­anda Bynes hef­ur stofnað aðgang að áskrift­arsíðunni On­lyF­ans.

Bynes, sem skaust upp á stjörnu­him­in­inn í ung­lingaþáttaröðinni All That árið 1996, ætl­ar ekki að deila efni af kyn­ferðis­leg­um toga held­ur ætl­ar hún að nota aðgang­inn til að tengj­ast aðdá­end­um sín­um bet­ur og bjóða þeim að spjalla við sig í gegn­um einka­skila­boð.

Bynes, 39 ára, greindi frá þessu í story á In­sta­gram-síðu sinni í gær, þriðju­dag.

„Ég ætla ein­ung­is að nota On­lyF­ans til að spjalla við aðdá­end­ur mína í gegn­um einka­skila­boð. Ég mun ekki birta klám­fengið efni,“ skrifaði hún.

Bynes hvarf að mestu úr sviðsljós­inu fyr­ir rúm­um ára­tug síðan, en hún lék síðasta hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Easy A sem kom út árið 2010.

Fyrr­ver­andi barna­stjarn­an hef­ur glímt við geðhvarfa­sýki síðustu ár og var svipt sjálfræði sínu árið 2013. Móðir Bynes var lögráðamaður henn­ar í níu ár.

Vin­sæld­ir vefsíðunn­ar On­lyF­ans fara sí­vax­andi en hún var stofnuð árið 2016. Marg­ar þekkt­ar stjörn­ur úr Hollywood-heim­in­um nýta miðil­inn til þess að ná sér í frek­ari tekj­ur og at­hygli, aðallega með því að selja mynd­ir og mynd­bönd.

Á meðal þeirra sem halda úti áskrift­arsíðum á miðlin­um eru Denise Rich­ards, Iggy Aza­lea, Car­men Electra, DJ Khaled, Chris Brown, Lily Allen og Drea de Matteo.

Amanda Bynes er mætt á OnlyFans.
Am­anda Bynes er mætt á On­lyF­ans. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert fyrir þig að öskra til að ná eyrum annarra í dag. Reyndu að draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni grein.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þýðir ekkert fyrir þig að öskra til að ná eyrum annarra í dag. Reyndu að draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni grein.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf