Larsa Pippen, fyrrverandi eiginkona NBA-leikmannsins Scottie Pippens og sjónvarpsstjarna The Real Housviwes of Miami, hefur staðfest orðróm um samband hennar við fyrrverandi NBA-leikmanninn Jeff Coby.
Pippen er fimmtug en Coby 31 árs og sást til þeirra í heitum faðmlögum í bílastæðahúsi á sunnudag. Þrátt fyrir að vera ófeimin við að flíka nýja kærastanum hefur hún þó ekki gefið erlendum miðlum frekari upplýsingar um sambandið.
En eitthvað hlýtur hún nú að hafa áhuga á körfubolta.
Orðrómur um að þau ættu í ástarsambandi fór á kreik fyrir nokkrum vikum, en Pippen hætti með kærasta sínum, körfuboltaleikmanninum og syni körfuboltagoðsagnarinnar Michaels Jordan, Marcusi Jordsan, fyrir rúmu ári síðan.