Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn

Margrét gekkst undir aðgerð einum og hálfum degi eftir sigurinn.
Margrét gekkst undir aðgerð einum og hálfum degi eftir sigurinn. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an og bassa­leik­ar­inn Mar­grét Sig­urðardótt­ir kom, sá og sigraði í Söng­keppni fram­halds­skól­anna ásamt hljóm­sveit sinni Skan­dal. Poppsveit­in, sem er skipuð sex hæfi­leika­rík­um stúlk­um, keppti fyr­ir hönd Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri í Há­skóla­bíói um liðna helgi og ljóst er að flutn­ing­ur­inn vakti verðskuldaða at­hygli.  

Sig­ur­inn var sæt­ur fyr­ir stúlk­urn­ar sem fögnuðu ákaft þegar úr­slit­in lágu fyr­ir, en Mar­grét gat því miður ekki hoppað og skoppað um sviðið, líkt og hljóm­sveit­ar­fé­lag­ar henn­ar, vegna álags­sjúk­dóms í hné, sem hef­ur hrjáð hana síðustu árin.

Á mánu­dags­morg­un gekk Mar­grét, eða öllu held­ur haltraði, inn á skurðstofu í Orku­hús­inu í Kópa­vogi þar sem hún gekkst und­ir aðra aðgerð sína.

Mar­grét er nú kom­in heim og er á fullu að jafna sig. Hún seg­ir leiðin­legt að þurfa að eyða páskafrí­inu rúm­liggj­andi en get­ur þó glaðst þar sem það eru spenn­andi tím­ar fram und­an hjá hljóm­sveit­inni og henni sjálfri, en Mar­grét út­skrif­ast af raun­greina- og tækni­braut þann 17. júní næst­kom­andi.

Margrét er á góðum batavegi.
Mar­grét er á góðum bata­vegi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur þú alltaf haft mik­inn áhuga á tónlist?

„Nei, ég get nú ekki sagt það, en áhug­inn, þá sér­stak­lega á bass­an­um, ágerðist hratt. Ég var alltaf meira í íþrótt­um sem krakki, æfði fót­bolta, badm­int­on, dans og annað í þeim dúr, en ég neydd­ist til að hætta vegna hné­sjúk­dóms. 

Ég lærði á bassa, eða kenndi mér sjálf að spila á bassa, eft­ir fyrstu hnéaðgerðina mína, það var sum­arið eft­ir tí­unda bekk, og upp frá því var ekki aft­ur snúið. Ég spilaði að vísu ekki á bassa í sigur­atriði Skan­dals, ég tók upp gít­ar­inn fyr­ir það.“

Segðu mér aðeins frá því hvernig hljóm­sveit­in varð til?

„Sko, upp­haf Skan­dals má rekja til sam­ein­ing­ar tveggja hljóm­sveita. Við ákváðum að sam­eina krafta okk­ar til að taka þátt í hljóm­sveit­ar­keppn­inni Viðarstauk­ur sem hald­in hef­ur verið í skól­an­um um ára­bil.“

Af hverju ákváðuð þið að taka þátt í Söng­keppni fram­halds­skól­anna?

„Skandall hef­ur tekið þátt í söng­keppni Mennta­skól­ans á Ak­ur­eyri síðastliðin þrjú ár. Við höf­um toppað okk­ur á hverju ári, lent­um fyrst í þriðja sæti, svo öðru og enduðum svo á að sigra keppn­ina og þá feng­um við tæki­færi til að keppa fyr­ir hönd skól­ans í Söng­keppni fram­halds­skól­anna.“

Eins og fram hef­ur komið þá sigraði Skandall keppn­ina með lag­inu Plug In Baby eft­ir Muse. Faðir Mar­grét­ar, Sig­urður Ægis­son, guðfræðing­ur, þjóðfræðing­ur og rit­höf­und­ur, samdi ís­lensk­an texta við lagið og fékk það titil­inn Gervi­elska

Þegar þú steigst á svið, varstu sárþjáð?

„Nei, reynd­ar ekki. Ég er búin að vera að drep­ast í hnénu und­an­farið en adrenalínið kom mér í gegn­um þetta.“

Get­urðu sagt mér aðeins frá þess­um sjúk­dómi?

„Sjúk­dóm­ur­inn ber heitið Os­good-Schlatter og hef­ur fylgt mér frá því að ég æfði fót­bolta sem barn. Hann get­ur valdið lang­vinn­um ein­kenn­um, meðal ann­ars sár­um verkj­um í hnjám.“

Margrét segir leiðinlegt að þurfa að eyða páskafríinu rúmliggjandi.
Mar­grét seg­ir leiðin­legt að þurfa að eyða páskafrí­inu rúm­liggj­andi. Ljós­mynd/​Aðsend

Var ekk­ert leiðin­legt að fagna sigr­in­um vit­andi að aðgerð væri hand­an við hornið?

„Jú, al­gjör­lega, en ég vissi svo sem af þessu og var því al­veg und­ir­bú­in.

Eft­ir sig­ur­inn langaði mig auðvitað ekk­ert í aðgerð, ég vildi bara halda áfram að fagna með hljóm­sveit­inni. En þetta var eitt­hvað sem þurfti að ger­ast. Ég fór í hné­spegl­un.“

Hvað er fram und­an hjá Skan­dal?

„Ég missi því miður af ein­hverj­um „gigg­um“ þar sem ég er rúm­liggj­andi þessa stund­ina en það er von á lagi frá hljóm­sveit­inni bráðlega og von­andi verða þau fleiri eft­ir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það sem gerist í dag er að mestu leyti eitthvað sem þú getur ekki ráðið við. Taktu stundarfjórðung í að skipuleggja þann hluta lífs þíns sem þarfnast mestrar athygli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Það sem gerist í dag er að mestu leyti eitthvað sem þú getur ekki ráðið við. Taktu stundarfjórðung í að skipuleggja þann hluta lífs þíns sem þarfnast mestrar athygli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf