Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates

Á myndinni til vinstri er Melinda Gates í París ásamt …
Á myndinni til vinstri er Melinda Gates í París ásamt dóttur þeirra Bills, Jennifer Katherine Gates, í september 2024. Til hægri er Bill Gates með kærustu sinni, Paulu Hurd, þegar þau mættu til Breakthrough-verðlaunahátíðarinnar í Santa Monica, Kaliforníu, 5. apríl. Samsett mynd/Instagram/Michael Tran / AFP

Melinda Gates skildi við eig­in­mann sinn til 27 ára og stofn­anda Microsoft, Bill Gates, fyr­ir fjór­um árum síðan. Á mánu­dag­inn opnaði hún sig um skilnaðinn í viðtalsþætt­in­um The Late Show with Stephen Col­bert.

„Ég lærði, þú veist, að eiga traust sam­band – sem er það sem ég vildi í hjóna­bandi – báðir aðilar verða að vera heiðarleg­ir við hvorn ann­an,“ var meðal þess sem hún sagði í þætt­in­um.

„Og ef þú hef­ur það ekki, þá get­urðu ekki fengið nánd og þú get­ur ekki treyst. Þannig að á end­an­um varð ég að fara.“

Ósátt við tengsl­in við Jef­frey Ep­stein

Þegar hún var spurð um hvort hún væri að hitta ein­hvern ann­an stokkroðnaði hún og svaraði því ját­andi. Hún ræddi þó ekki sam­bandið neitt frek­ar en vef­miðill­inn Page Six staðfesti á síðasta ári að hún ætti í sam­bandi við viðskipta­mó­gúl­inn Phil­ip Vaug­hn.

Melinda, sem er sex­tug, hef­ur áður sagt frá því að hún skildi við Bill vegna ótryggðar hans og tengsla hans við auðkýf­ing­inn og kyn­ferðis­brota­mann­inn Jef­frey Ep­stein. Bill viður­kenndi síðar að sam­skipti þeirra Jef­freys, sem framdi sjálfs­víg í fang­elsi 2019, hafi verið mis­tök.

Bill er stofn­andi Microsoft og þrett­ándi rík­asti maður heims sam­kvæmt lista For­bes. Árið 2021 kom fram í fjöl­miðlum að hann hefði átt í ástar­sam­bandi við starfs­mann Microsoft. Árið eft­ir viður­kenndi hann að hafa gert „mis­tök“ í hjóna­bandi sínu.

Skilnaður þeirra Bill og Melindu hef­ur aft­ur ratað í frétt­irn­ar vegna bók­ar­inn­ar The Next Day sem Melinda skrifaði um sam­bands­slit­in. Hún hef­ur m.a. sagt skilnaðinn „erfiðustu“ en um leið „mik­il­væg­ustu“ ákvörðun sem hún hafi tekið í líf­inu.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lífið færir þér hverja þversögnina á fætur annarri. Hvað sem þú kaupir þér mun að öllum líkindum fylgja þér um ókomna tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Lífið færir þér hverja þversögnina á fætur annarri. Hvað sem þú kaupir þér mun að öllum líkindum fylgja þér um ókomna tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
2
Satu Rämö
3
Vi­veca Sten
4
Lotta Lux­en­burg
5
In­ger Wolf