„Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar“

Hernan Diaz verður gestur Alþjóðlegu bókmennta­hátíðarinnar í Reykjavík sem haldin …
Hernan Diaz verður gestur Alþjóðlegu bókmennta­hátíðarinnar í Reykjavík sem haldin verður 23.-27. apríl, en þema hátíðar­innar í ár er „Heima og heiman“. Ljósmynd/Jason Fulford

„Án þess að ég vilji hljóma til­gerðarlega held ég að „heima“ fyr­ir mér sé enska tung­an,“ seg­ir verðlauna­höf­und­ur­inn Hern­an Diaz, sem verður gest­ur Alþjóðlegu bók­mennta­hátíðar­inn­ar í Reykja­vík sem hald­in verður 23.-27. apríl, en þema hátíðar­inn­ar í ár er „Heima og heim­an“.

„Ég fædd­ist í Arg­entínu en ólst upp í Svíþjóð, þar sem sænska varð mitt fyrsta fé­lags­lega tungu­mál. Við flutt­um síðan aft­ur til Arg­entínu en mér fannst ég ekki eiga heima þar. Ég féll fyr­ir bresk­um og banda­rísk­um bók­mennt­um sem ung­ling­ur svo að um leið og ég gat flutti ég á skóla­styrk til Bret­lands og bjó þar í nokk­ur ár. Ég fékk síðar styrk til að leggja stund á doktors­nám í New York. Ég kom hingað árið 1999 og hef verið hér síðan. Ástæðan fyr­ir því að ég fór til Bret­lands og síðar Banda­ríkj­anna var að mig langaði að lifa á ensku. Ég elska þetta tungu­mál en ég á erfitt með að út­skýra af hverju. Það er heim­ili mitt. Sam­kvæmt landa­fræðinni á ég heima í New York-borg en ég held að ég hefði það ágætt hvar sem enska er töluð.“

Spurður hvort það að vera inn­flytj­andi hafi haft áhrif á það hvernig hann skrifi um banda­rískt sam­fé­lag seg­ir hann að því sé erfitt að svara. „Ef ég svara ját­andi, sem ég er ekki að gera, og segi að það að vera inn­flytj­andi hafi veitt mér gagn­rýna sýn á banda­rískt sam­fé­lag get­ur ein­hver ann­ar, al­veg jafn auðveld­lega, haldið því fram að til þess að skilja banda­rískt sam­fé­lag al­menni­lega verði maður að hafa fæðst hér. Ég held að það sé svo­lítið áhættu­samt að ein­falda þetta svona. Hver sem er get­ur haft áhuga­verða og marglaga sýn á sam­fé­lagið svo lengi sem hann hef­ur aug­un opin, leyf­ir sér að finna fyr­ir því hvað hef­ur gerst í kring­um hann og er til­bú­inn að fjár­festa tíma í að læra um þá fortíð sem hef­ur mótað sam­tím­ann.“

Inn­flytj­enda­mál af jaðrin­um

Fyrsta út­gefna skáld­saga Diaz nefn­ist In the Dist­ance (2017) og fjall­ar um sænsk­an mann sem verður viðskila við bróður sinn á leiðinni til Banda­ríkj­anna á miðri 19. öld. „Ég reyndi að skrifa um far­andupp­lif­un­ina á nýj­an hátt. Ég er inn­flytj­andi og finnst ég í raun ekki til­heyra neins staðar. Í Svíþjóð skar ég mig úr en í Arg­entínu talaði ég spænsku með hreim og klædd­ist trék­loss­um. Hér er líka aug­ljóst að ég er ekki fædd­ur í Banda­ríkj­un­um. Ég er í raun­inni með hreim í öll­um þeim tungu­mál­um sem ég tala, sem seg­ir eitt­hvað. En ég skrifa ekki sjálfsævi­sögu­leg verk, sem eru svo áber­andi núna. Sum­ir gera þetta mjög fal­lega og eru af­bragðsgóðir höf­und­ar. Það er bara ekki fyr­ir mig. Ég trúi á mik­il­vægi þess skáldaða og fyr­ir mér er það að skrifa að stroka út mín­ar per­sónu­legu aðstæður,“ seg­ir Diaz.

Ítar­lega er rætt við Hern­an Diaz á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag, fimmtu­dag. Þar ræðir hann um bæk­ur sín­ar sem vakið hafa mikla at­hygli sem og sjón­varpsþáttaröð byggð á skáld­sög­unni Trust sem er í bíg­erð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyrir metnaðarfullum tilburðum samstarfsmanns þíns. Taktu vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hisminu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyrir metnaðarfullum tilburðum samstarfsmanns þíns. Taktu vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hisminu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Satu Rämö
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Lotta Lux­en­burg