„Ég hafði uppi mjög sterkar varnir“

Sigríður Björnsdóttir vann með börnum á sjúkrahúsum. Hér hlustar hún …
Sigríður Björnsdóttir vann með börnum á sjúkrahúsum. Hér hlustar hún af athygli á dreng útskýra fyrir henni mynd sem hann teiknaði. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hafði verið und­ir miklu álagi í kennsl­unni og hafði einnig upp­lifað erfiðleika í fjöl­skyld­unni í æsku og var því með inni­byrgða streitu og reiði. Ég fann að ég var með ýms­ar til­finn­ing­ar sem ég hafði lokað á og þurfti að tak­ast á við. Ég hafði uppi mjög sterk­ar varn­ir og það tók mig lang­an tíma að hætta að gera felu­mynd­ir, mynd­ir sem ekki væri hægt að lesa neinn sér­stak­an vanda út úr, og reyndi í fremstu lög að sýna ekki veik­leika mína.

Ég þurfti þenn­an tíma og að fá að koma og vera í friði að gera mín­ar mynd­ir. Sig­ríður pressaði aldrei á mig að skila ein­hverju og hægt og ró­lega fór ég að gera sí­fellt per­sónu­legri mynd­ir þar til ég fór loks að þora að segja frá því sem var erfitt,“ seg­ir Ágústa Odds­dótt­ir um upp­lif­un sína af listþerapíu hjá Sig­ríði Björns­dótt­ur listþerap­ista en stutt er síðan Ágústa skrifaði bók um ævi­starf Sig­ríðar, Art Can Heal: the life and work of Sig­ríður Björns­dótt­ir, og hlaut Íslensku mynd­list­ar­verðlaun­in 2024 fyr­ir út­gáfu á sviði mynd­list­ar. Bók­in var gef­in út á ensku af þýska út­gef­and­an­um König Books en Eg­ill Sæ­björns­son listamaður og son­ur Ágústu kom einnig að út­gáf­unni.

Ágústa Oddsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Ágústa Odds­dótt­ir og Sig­ríður Björns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Eg­ill Sæ­björns­son

Vildi virkja börn­in

Í for­mála bók­ar­inn­ar seg­ir að Sig­ríður sé frum­kvöðull á sviði listþerapíu og þróun henn­ar og hafi lagt mikla áherslu á and­lega heilsu barna. Mik­il­vægt sé að þau fái í hend­urn­ar tól til þess að vinna t.d. úr áföll­um og þá skipti leik­ur og sköp­un höfuðmáli.

Sig­ríður seg­ir það að hún skyldi velj­ast í þetta starf vera eins kon­ar köll­un. „Þetta var hug­sjón­astarf og ég hafði svo mik­inn áhuga á að virkja þessi veiku börn. Spít­ala­um­hverfið var svo hreint og strangt og ég var ekki sátt við þá iðju sem börn fengu á þeim tíma,“ seg­ir Sig­ríður.

Nán­ar er rætt við Sig­ríði og Ágústu á menn­ing­arsíðum Morgu­blaðsins í dag, laug­ar­dag.

Erfið lífsreynsla og þungar til­finningar brutust fram í myndum þeirra …
Erfið lífs­reynsla og þung­ar til­finn­ing­ar brut­ust fram í mynd­um þeirra barna sem Sig­ríður vann með. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú skilar af þér þínu eins og klukka, eiginlega sjálfkrafa. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. Reyndu að hrista það af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú skilar af þér þínu eins og klukka, eiginlega sjálfkrafa. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. Reyndu að hrista það af þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Satu Rämö
3
Sigrún Elías­dótt­ir
4
Vi­veca Sten
5
Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir