Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, skemmtir sér nú á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem haldin er um páskana á Ísafirði.
Deildi hún mynd af sér og eiginmanni sínum, Gunnari Sigvaldasyni, á samfélagsmiðlum þar sem þau standa utandyra í margmenni með Aldrei fór ég suður húfur á höfðum.
Segir hún að nú séu 20 ár síðan hjónin fóru á hátíðina og af því tilefni skelltu þau sér aftur í ár.