Páll Óskar Hjálmtýsson er aftur kominn í gang eftir veikindafrí en hann þríbrotnaði á kjálka í janúar.
Segist hann mjög þakklátur fyrir að hafa massað fjögurra klukkustunda Pallaball í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
„Veikindafríi er formlega lokið,“ segir Palli á Facebook. Hefst svo seinni mössun helgarinnar í kvöld á balli á Ísafirði.