Líf og fjör er búið að vera á Akureyri um páskana enda sótti stórskotalið íslenskra tónlistarmanna bæinn heim. Þorgeir Baldursson, ljósmyndari Morgunblaðsins, var á ferðinni í bænum.
Á föstudaginn langa spilaði Stebbi og Eyfi á Græna hattinum.
Í gær sungu Friðrik Ómar, Erna Hrönn og fleiri lög Villa Vill og fylltu salinn í Hofi tvisvar sinnum.
Herra Eydís hélt uppi fjörinu á Græna Hattinum í gærkvöldi og ætla að gera það aftur í kvöld.
Hvanndalsbræður voru svo á Vitanum Mathúsi í gær.